Úrval - 01.07.1954, Side 61

Úrval - 01.07.1954, Side 61
AUSTRIÐ OG VESTRIÐ 1 AUGUM HVORS ANNARS 59 skylduna og hreinsuðu salernin, átu allt. Hún hafði heldur engar áhyggjur af trúarbrögðum þeirra, af því að föðurbróðir minn fullvissaði hana um, að þeir væru trúlausir að heita mætti. En á siðum þeirra hafði hún megnustu óbeit, einkum þeim sið þeirra að borða sam- an. Á heimili hennar borðaði hver út af fyrir sig. Sú tilhugs- un, að Englendingar gætu setið og horft hver á annan troða upp í sig mat, tyggja og kingja, var svo ótrúleg, að hún kom henni til að efast um, að nokkuð það væri til, sem maðurinn gæti ekki fengið sig til að gera. Með hliðsjón af öllu þessu var friðarfórn ömmu minnar tals- verður sigur fyrir mömmu. Leiðin var nú opin fyrir mig til að heimsækja gömlu konuna. Eg hafði beðið í þrjár vikur. Leiðin frá húsinu okkar til óðalssetursins var of löng til þess að ég gæti gengið hana í hitabeltissólinni. Ég fór því í burðarstól með skyggni yfir. Stóllinn hékk á langri stöng og báru hana fjórir menn á öxlun- um. Óðalssetrið var stórt og skuggasælt. Fallegar kistur með látúnsböndum, olíulampar og hvílur voru einu húsgögnin. — Ekki var annað til að sitja á en gólfið. Ömrnu fannst dóna- legt og oflátungslegt að nota stóla. Ekki voru heldur nein borð. Ef nokkrum í húsi ömmu minnar dytti í hug að borða öðruvísi en af fersku banana- laufi, mundi næst máltíð verða borin fyrir hann í eldhúsinu, þar sem þjónustufólkinu er leyft að borða eins og því sýnist. Amma tók venjulega á móti mér sitjandi hjá fallegri kistu í dyngju sinni. Hún var ógleym- anleg hverjum er sá hana. Hún hafði stór, svört augu, mikið, snjóhvítt hár, varir hennar voru jafn blómlegar og fagurlega bogadregnar og á 18 ára stúlku, og hörund hennar á herðum og brjósti slétt og mjúkt. Hún tók sjaldan á móti fólki, sem ekki var af jafnháum stigum og hún sjálf, og hún tók formlega á móti því: þ. e. nakin niður fyrir brjóst. En jafnvel í hennar tíð voru konur farnar að gerast hirðulausar um þennan sið. Að áliti ömmu minnar voru giftar konur, sem klæddust blússu eða sari, ósiðlegar. Kona, sem hjúp- aði líkama sinn fyrir ofan mitti, hlaut að hafa eitthvað ósiðlegt í huga. Þó að amma liti niður á Eng- lendinga, átti hún ýmislegt sam- eiginlegt með þeim. Reið- mennska var þjóðarstolt hennar eins og þeirra. Ætt okkar tald- ist til hinna tignu Nayara, sem eru jafngamlir og saga Ind- lands. Á þeim tímum, þegar Malabar laut stjórn konunga, höfðu forfeður mínir öðru hvoru tekið sér fyrir hendur að gera þá höfðinu styttri og velja sér nýjan konung. Segja má, að þetta hafi verið hið eina lýð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.