Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 80
Fróðleg lýsing á lífi amerískra
starfsmanna erlendis.
Við nœgíaborð Sáms ýramda.
Grein úr „Saturday Evening Post“,
eftir Thomas Drako Durrance.
1r FEBRÚAR 1949 bjuggum við
hjónin ásamt 15 mánaða dótt-
ur okkar í tveggja herbergja
xbúð í Washington. Eg hafði vel-
launað ritstjórastarf, en dýrtíð-
in í höfuðborginni var svo mik-
il, að við höfðum hvorki efni á
að hafa bíl né vinnukonu. Og ef
við vildum skemmta okkur,
kostaði það sparnað á öðrum
sviðum. Það mun hafa verið
svipað ástatt fyrir þúsundum
ungra hjóna, sem um þetta leyti
voru að koma undir sig fótun-
um eftir styrjöldina.
En dag nokkurn varð gjör-
breyting á lífi okkar. Kunningi
minn, blaðamaður í Washington,
hringdi til mín. Hann hafði
verið skipaður forstjóri upplýs-
ingadeildar hinnar nýstofn-
uðu Efnahagssamvinnustofnun-
ar Marshalláætluninnar (ECA).
„Hvað veizt þú um Kaupmanna-
höfn?“ spurði hann.
„Heldur fátt,“ sagði ég, „en
ég er námfús. Af hverju
spyrðu?“
„Okkur vantar mann til að
annast upplýsingaþjónustu þar.
Kærir þú þig um að fara þang-
að?“
„Auðvitað,“ sagði ég. „en
gefðu mér tíma til að tala við
konuna.“
„Sjálfsagt. Starfið stendur
þér til boða ef þú kæiúr þið um
það. Láttu mig vita um ákvörð-
un þína á morgun.“
Um kvöldið ræddum við Karó-
lína málið. Við gerðum okkur
glæstar vonir um nýtt líf, sem
yrði án efa bæði nytsamlegt og
skemmtilegt. Ég tók boðinu
næsta dag, og á samri stundu
vorum við hrifinn inn í hring-
iðu þessa nýja lífs í formi nám-
skeiða, læknisskoðana, bólusetn-
inga og skilnaðarsamsæta.
Til hlífðar gegn hinum
skandínaviska vetrarhráslaga
urðum við að kaupa okkur þykk-
ar ullarpeysur, ullarsokka,
trefla og yfirhafnir. Ferðatösk-
ur undir farangurinn keyptum
við notaðar.
Fyrirgreiðsludeild utanríkis-
ráðuneytisins brá upp fyrir okk-
ur glæsilegri mynd af lífi þeirra
sem eru í þjónustu Sáms frænda
erlendis. Hjá deildinni gátu þeir
sem voru á förum til útlanda,
keypt upp á krít allt sem hug-
uiúnn girntist, allt frá ísskápum