Úrval - 01.07.1954, Page 81

Úrval - 01.07.1954, Page 81
VIÐ NÆGTARBORÐ SÁMS FRÆNDA 7& til eyrnahlífa. I vöruskemmu deildarinnar var um að litast eins og á útsöludegi í stórverzl- un. Fjöldi nýskipaðra embættis- manna á förum til útlanda voru að kaupa sér til fararinnar: brauðristar, viðtæki, rafmagns- ofna, ryksugur og ótal margt fleira. En þessi kjarakaup voru ekki einungis bundin við þurran varning. Hjá stærstu vínfram- leiðendunum máttum við kaupa ótakmarkað hinar dýrustu whiskytegundir fyrir verð, sem hvergi þekkist nema í draumum drykkjumanna. Eftir að fingraför okkar höfðu verið tekin og við höfðum hlotið hollustustimpil alríkislögregl- unnar, var ég látinn sverja em- bættiseið minn sem starfsmaður í utanríkisþjónustunni af 3. fl. — með titilinn „Assistant Econ- omic Commissioner.“ Svonefnd ,,grunnlaun“ mín voru 7380 dollarar á ári, en þar við bættist tvennskonar uppbót, önnur 2000 og hin 1370 dollar- ar, sem báðar voru skattfrjáls- ar. Heildarlaun mín voru þannig 10750 dollarar (um 180 þúsund krónur). Þetta voru allgóð laun, en ó- hætt er að segja, að kaupmáttur þeirra, að viðbættum öðrum þeim hlunnindum, sem starfs- menn utanríkisþjónustunnar nutu, hafi verið helmingi meiri en jafnhá laun í Washington eða annarri stórborg Bandaríkj- anna. Á brottfarardegi 16. marz fengum við vegabréf, sem stimplað var á með gylltum stöfum töfraorðið ,,Diplomatic“. Því næst ókum við í lest til New York, og fórum þar um borð í s/s America, þar sem beið okk- ar skrautbúinn klefi á fyrsta farrými. Þanrcig hófst nærri þriggja ára starf mitt í Evrópu í þjón- ustu bandaríska utanríkisráðu- neytisins — falleg byrjun á ferðalagi þar sem nægtaborð Sáms frænda var alltaf við höndina. í fyrstu fannst okkur við vera eins og fátæk börn í skemmtiferð. Ný andlit, nýir staðir og næstum ótrúleg breyt- ing á lífskjörum okkar — allt var þetta sem ævintýri. En er frá leið tók hrifningin að dofna. Munaðurinn og óhófið var svo mikið, að við vorum orðin meira en mett áður en lauk. Sámur frændi, sem gekk fram í þeirri dul, að þjónar hans er- lendis lifðu við harðræði, um- vafði þá ástúð sinni og örlæti. Það var erfitt að verjast þeirri hugsun, að við — og nokkur þúsund manns sem eins var á- statt um — hefðum gert sam- særi um að arðræna skattgreið- endurna sem heima voru. Það var sama hvernig á það var lit- ið. Þeir voru mjólkaðir til þess að við gætum drukkið kampa- vín. Fyrsta áfanga ferðarinnar nutum við þó í ríkum mæli, án þess samvizkan ónáðaði okkur. Þegar við komum til Le Havre tók gjaldkerinn um borð við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.