Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 84

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 84
82 ■Crval ur. Til þess hafði ég 10 manna starfslið, sjö þeirra Dani, sem allir voru ágætir starfsmenn. Fyrsta árið höfðum við úr að spila 250.000 dollurum (4,2 milljónum kr.) og í krafti þeirra komum við málflutningi okkar að næstum allsstaðar þar sem opinber fréttaþjónusta var rek- in. Vinnutíminn var langur — fimm og oft sex dagar í viku. I fyrstu var ég undrandi yfir seinaganginum í viðskiptum í Danmörku. Eitt fyrsta verk mitt var að koma upp Marshall- áætlunardeild í hinni árlegu landbúnaðarsýningu í Kaup- mannahöfn. Eg hringdi til rit- ara sýningarnefndarinnar, kynnti mig og bað um viðtal. Hann var hinn alúðlegasti og bauð mér að borða með sér há- degisverð. Við fórum í veitinga- salinn í Tívoli og vorum varla setztir þegar þjónninn kom með nokkrar bjórflöskur og heil- flösku af ákavíti. Gestgjafi minn bað um vindla og hellti í glösin. ,,Skál fyrir Marshallá- ætluninni,“ sagði hann. „Skál fyrir Danmörku," sagði ég. Við skáluðum í ákavíti og supum bjór á eftir. „Hvernig kunnið þér við yður hérna?“ spurði hann. „Ég á engin orð til,“ sagði ég. Hrifning mín virtist falla hon- um vel í geð. Þegar við höfðum skálað nokkrum sinnum, borðað góðan mat og reikt tvo vindla, leit gestgjafi minn allt í einu á úrið sitt og bað um reikninginn. — Hann var fullur afsökunar. „Eg verð að fara aftur á skrifstof- una. Viljið þér borða með mér hádegisverð í næstu viku svo við getum rætt sýninguna yðar nán- ar ?“ Þetta var um miðjan apríl. Áður en sýningin var opnuð 30. júní hafði ég borðað margar máltíðir með vini mínum. Og að lokum fór allt vel, eins og vinur minn hafði alltaf sagt. Meðan ég sinnti störfum mín- um var Karólína önnum kafin á öðrum vígstöðvum. Heima hafði hún verið bundin inyrkranna á milli við bústörf og hirðingu barnsins. Nú fór dagurinn í tungumálanám, bílferðir út í sveit og kaffiboð. I frístundum sínum snuðraði hún í fornverzl- unum í leit að fögrum, gömlum munum. 1 október 1950, þegar við höfðum verið hálft annað ár í Danmörku, var ég fluttur til að- albækistöðva upplýsingadeildar- innar í París. Þeirri breytingu fylgdi veruleg launahækkun, og hækkun á uppbótum, sennilega af því að Paris var dýrasta borgin á meginlandinu. Heildar- laun mín urðu 14.200 dollarar (240.000 kr.). I París varð naumast þverfót- að fyrir Ameríkumönnum. Það var ekki aðeins, að sendiráðið og ECA hefðu nokkur þúsund manns á sinni könnu, heldur mátti sjá við allar götur ame- rískar auglýsingaskrifstofur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.