Úrval - 01.07.1954, Side 96

Úrval - 01.07.1954, Side 96
94 TJRVAL Einn dag sagði ég vini mínum sem er bankagjaldkeri, alla sög- una. Hann bað mig um að sýna sér seðilinn, svo að við létum hann í umslag og fórum með hann til hans. Það fór hrollur um Margheritu þegar hún sá hve gáleysislega hann handlék seðilinn, þegar hann bar hann upp að ljósinu. „Hann er illa prentaður, en að öðru leyti er ekkert athuga- vert. Það eru margir verri en þessi.“ Svo stakk hann honum í bunka af þúsund líra seðlum og rétti okkur tvo fimm hundruð líra seðla í staðinn. Við gátum varla komið upp orði á heim- leiðinni. Allt í einu nam Marghe- rita staðar. ,,Giovannino“, sagði hún. ,,Eg fékk fimm hundruð hjá konu verkstjórans í fyrsta skipti, fimm hundruð í annað skipti, og nú höfum við fengið tvo fimm hundruð líra seðla í viðbót. Það gerir tvö þúsund. Höfum við grætt þúsund lírur eða ekki?“ „Það getur allt skeð í heimin- um nú á dögum“, sagði ég. „Ef til vill hefur þessi saga heimspekilegt gildi, sem hefur farið fram hjá okkur,“ hélt Margherita áfram. „Heldur þú að heppnin geti elt mann svo á röndum, að það nálgist ofsókn- ir ? Hvar á maður að draga markalínuna milli góðs og ills?“ Þegar Margherita minntist á markalínu, datt henni annað í hug. „Mig langar að fara í ferðalag,“ sagði hún allt í einu. „Austurríki seiðir mig. Ég er altekin rómantískum trega.“ Á ferðalagi. Nú er það staðreynd, að næst á eftir vélum er Margheritu ekki jafnilla við neitt og ferðalög til útlanda, þessvegna vissi ég að það var eitthvað annað og meira á seiði en útþráin, hvort sem hún var nú rómantísk eða ekki. Ég sannfærðist enn betur um það þegar Margherita sagði: „Við eru of mikið saman.“ Ég var að lesa í blaði, og þessi ákveðna yfirlýsing kom mér algerlega á óvart. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Nákvæmlega það sem ég sagði. Við erum of mikið sam- an. I stað þess að aðrir menn fara í skrifstofuna á hverjum degi, hefur þú störf með hönd- um sem þú getur unnið heima. Og af því að ég á ekki gott með að vinna heimilisstörfin ann- arsstaðar en heima, þá erum við hvort ofan í öðru allan lið- langan daginn. Þar er aldrei lát á. Heldur þú að þetta geti gengið svona til eilífðar?“ Satt að segja hafði ég aldrei hugleitt þetta vandamál. Það olli mér auðsjáanlega minni. óþægindum en Margheritu. „Jæja, Margherita, fyrst svona er, hvað eigum við þá að gera?“ „Við erum of mikið saman,“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.