Úrval - 01.07.1954, Side 101

Úrval - 01.07.1954, Side 101
,1 BLlÐU OG STRlÐU' 99 Giovannino. Samt fann ég á mér að það var einhver ókunn- ugur meðal okkar, hann sat andspænis mér, ég var viss um að það var Albertino. Ég sagði Margheritu ekki frá þessu, því að ef ég hefði minnst á að það væri einhver ókunnugur í húsinu, þá hefði það eyðilagt ágæta leynilög- reglusögu. I stað þess lagði ég mig á legubekkinn í vinnuher- berginu mínu og beið átekta. Eftir nokkrar mínútur kom Al- bertino inn í herbergið. „Strákur í mínum bekk seg- ir að þú skrifir bækur,“ sagði hann. Ég viðurkenndi að það væri rétt. ,,Mig langar til að lesa þær,“ sagði Albertino. Þessu hafði ég ekki búizt við. Ég varð svo undrandi að það lá við að ég skammaðist mín. „Þær eru þarna í annarri hillunni í bókaskápnum," sagði ég og reyndi að láta sem ekk- ert væri. Albertino skoðaði bækurnar í hillunni, eina af annarri, en ég rannsakaði samvizku mína gaumgæfilega. Nei, jafnvel í fyrstu bókum mínum var ekk- ert það, sem tíu ára barn mátti ekki lesa. „Má ég fá þessa?“ spurði hann. Það var síðasta smásögu- safnið mitt og ég kinkaði kolli til samþykkis. Seinna, þegar mér varð gengið framhjá her- bergi hans, sá ég að hann var að lesa. Þegar við Margherita vorum orðin ein, sagði ég henni frá því sem gerzt hafði. „Hann bað um að fá að lesa eina af bókunum mínum.“ „Það hlýtur einhver að hafa sagt honum frá því að þú vær- ir rithöfundur," sagði Marg- herita. „Það er gallinn á opin- berum skólum. Litlu drengirnir kynnast stóru strákunum og læra ýmislegt sem þeir ættu ekki að vita.“ Þegar Margherita talar svona, þá er hún ekki að gera tilraun til að vera fyndin. Énda þótt hún játi að starf mitt sé heiðarlegt, þá er hún í nokkrum vafa um að það sé mér samboðið. „Þú hefðir ekki átt að láta hann fá bókina,“ sagði hún. „Það var ekki rétt gert af þér.“ Ég reiddist og sagði henni að það væri ekki ein einasta dónaleg setning í allri bókinni. „En þú skrifaðir hana, Gio- vannino,“ sagði hún. „Börn ættu aldrei að lesa það sem feður þeirra hafa skrifað. Ef þetta væri bók um efnafræði, eðlis- fræði eða einhverja aðra vís- indagrein, þá væri öðru máli að gegna. Skáldsögur koma alls ekki til greina. Sízt af öllu skáldsögur á borð við þínar, því að maður veit aldrei hvenær þér er alvara og hvenær þú ert að gera að gamni þínu, hvenær þú segir sannleikann og hve-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.