Úrval - 01.07.1954, Side 101
,1 BLlÐU OG STRlÐU'
99
Giovannino. Samt fann ég á
mér að það var einhver ókunn-
ugur meðal okkar, hann sat
andspænis mér, ég var viss um
að það var Albertino.
Ég sagði Margheritu ekki
frá þessu, því að ef ég hefði
minnst á að það væri einhver
ókunnugur í húsinu, þá hefði
það eyðilagt ágæta leynilög-
reglusögu. I stað þess lagði ég
mig á legubekkinn í vinnuher-
berginu mínu og beið átekta.
Eftir nokkrar mínútur kom Al-
bertino inn í herbergið.
„Strákur í mínum bekk seg-
ir að þú skrifir bækur,“ sagði
hann.
Ég viðurkenndi að það væri
rétt.
,,Mig langar til að lesa þær,“
sagði Albertino.
Þessu hafði ég ekki búizt við.
Ég varð svo undrandi að það
lá við að ég skammaðist mín.
„Þær eru þarna í annarri
hillunni í bókaskápnum," sagði
ég og reyndi að láta sem ekk-
ert væri.
Albertino skoðaði bækurnar
í hillunni, eina af annarri, en
ég rannsakaði samvizku mína
gaumgæfilega. Nei, jafnvel í
fyrstu bókum mínum var ekk-
ert það, sem tíu ára barn mátti
ekki lesa.
„Má ég fá þessa?“ spurði
hann.
Það var síðasta smásögu-
safnið mitt og ég kinkaði kolli
til samþykkis. Seinna, þegar
mér varð gengið framhjá her-
bergi hans, sá ég að hann var
að lesa. Þegar við Margherita
vorum orðin ein, sagði ég henni
frá því sem gerzt hafði.
„Hann bað um að fá að lesa
eina af bókunum mínum.“
„Það hlýtur einhver að hafa
sagt honum frá því að þú vær-
ir rithöfundur," sagði Marg-
herita. „Það er gallinn á opin-
berum skólum. Litlu drengirnir
kynnast stóru strákunum og
læra ýmislegt sem þeir ættu
ekki að vita.“
Þegar Margherita talar
svona, þá er hún ekki að
gera tilraun til að vera fyndin.
Énda þótt hún játi að starf
mitt sé heiðarlegt, þá er hún
í nokkrum vafa um að það sé
mér samboðið.
„Þú hefðir ekki átt að láta
hann fá bókina,“ sagði hún.
„Það var ekki rétt gert af
þér.“
Ég reiddist og sagði henni
að það væri ekki ein einasta
dónaleg setning í allri bókinni.
„En þú skrifaðir hana, Gio-
vannino,“ sagði hún. „Börn ættu
aldrei að lesa það sem feður
þeirra hafa skrifað. Ef þetta
væri bók um efnafræði, eðlis-
fræði eða einhverja aðra vís-
indagrein, þá væri öðru máli
að gegna. Skáldsögur koma alls
ekki til greina. Sízt af öllu
skáldsögur á borð við þínar, því
að maður veit aldrei hvenær
þér er alvara og hvenær þú ert
að gera að gamni þínu, hvenær
þú segir sannleikann og hve-