Úrval - 01.07.1954, Síða 103
„1 BLlÐU OG STRlÐU'
101
þumlungar, þegar hún situr í
stól, önnum kafin við handa-
vinnuna.
Faðir minn hefur 1 munn, 2
eyru, 2 augu og 3 hrukkur á
enninu. Hann hefur 1 nef og
2 nasir til þess að snýta sér.
Fyrir neðan nasirnar er 7
þumlunga langt yfirskegg.
Mér þykir vænt um foreldra
mína, að föður mínum með-
töldum.“
Margherita leit á mig hnugg-
in á svip og þar sem ég var
svo heppinn að hafa nef með
tveim nösum, þá fór ég að
snýta mér til þess að halda
virðingu minni. Síðan reyndi
ég að hugga Margheritu með
því að benda henni á setning-
una „önnum kafin við handa-
vinnuna.“ En Magherita hristi
höfuðið.
„Ég hef aldrei vitað um mál-
ið á föður mínum, þegar hann
lá fyrir eða á móður minni,
þegar hún sat í stól,“ andvarp-
aði hún. „Og ef ég ætti að lýsa
föður mínum, þá mundi mér
ekki koma til hugar að minn-
ast á hve yfirskeggið á honum
væri langt. Börnin okkar líta á
okkur með kuldalegum augum
landmælingamannsins.“
„Albertino er lítill drengur,
Margherita."
„Hann er fórnarlamb þess-
arar vélrænu og menninga-
snauðu aldar, sem breytir öllu
í tölur. „Það tók okkur ná-
kvæmlega 22 mínútur og 152/5
sekúndur að giftast. Presturinn
var 5 fet og 9 þumlungar á
hæð, hitinn var 80 stig og
hringurinn vó þrjá fjórðu úr
únsu.“ Sennilega á veslings
pilturinn eftir að lýsa gifting-
unni sinni svona.“
Þegar hér var komið gerðist
Margherita döpur út af vænt-
anlegri giftingu Albertinos og
fór hörðum orðum um tilvon-
andi tengdadóttur sína.
I sama bili heyrðist mikil há-
reysti frammi í eldhúsinu. Þeg-
ar við komum á vettvang, sá-
um við að Albertino var að
reyna að mæla Hertogafrúna.
Ég verð að skrifa ritgerð um
systur mína,“ stundi hann upp.
„Það á hvorki að vega né
mæla foreldra sína eða systur,
það er mín skoðun!“ hrópaði
Margherita.
Og afleiðingin varð sú, að
ritgerð Albertinos varð frá-
munalega leiðinleg.
„Systir mín er 1 lítil stúlka,
með 2 augu, 2 fœtur, 2 eyru, 2
handleggi, 1 höfuð, 1 munn, 1
nef og 2 nasir, til þess að snýta
sér.
Mér þykir vænt um systur
mína. En mér þætti vænna um
hana ef hún væri 1 bróðir.“
Sveitasœla.
Hertogafrúin var að vefja ut-
an um eitthvað og ég stóð og
horfði á. „Þú gætir gert þetta
betur“, sagði ég. „En það er
annars sama, þetta eru víst ekk-
ert annað en einhverjar druslur
hvort sem er.“