Úrval - 01.06.1955, Side 24
22
ÚRVAL
bragðist betur og þeir borði
þessvegna meira.
Hvernig farið pér að því að
hdlda yður sjálfum lioldgrönn-
um, dr. Stare?
Ég gæti þess að fá mér lítið á
diskinn. Og ég bið ekki um
meira. Ef ég er í veizlu þar sem
vínblanda er borin fram áður
en borðað er, þá þigg ég hana,
en læt ábætinn eiga sig. Eg
held það sé skynsamlegt að
sleppa öðru hvoru.
Hafa skoðanir manna á pví
hvaða fæðutegundir feitu fóllá
beri að varast breytzt?
Róttækasta breytingin er ef
til vill sú, að menn telja nú rétt-
ast að draga úr neyzlu állra
fæðutegunda, nema ef til vill
eggjahvítuefna, í stað þess að
sneiða alveg hjá ákveðnum teg-
undum. Það er í rauninni engin
ástæða til að sneiða hjá brauði,
sykri og kartöflum frekar en
öðrum fæðutegundum. Grund-
vallarregla góðs mataræðis er
að neyta fjölbreyttrar fæðu.
Þeir sem vilja léttast eiga að
borða minna af öllum mat en
ekki að neita sér um neinn sér-
stakan mat.
HOLLT ER HEIMA HVAÐ.
Fyrir nokkru skýrði dómari í New York frá því I blaðagrein,
að í þau 17 ár, sem hann hefði verið dómari, hefði aldrei verið
leiddur fyrir hann kínverskur unglingur, sakaður um óknytti.
Dómarinn spurðist fyrir hjá stéttarbræðrum sínum og þeir
höfðu sömu sögu að segja: enginn af um 10.000 ldnverskum
unglingum í New York hafði svo þeir vissu verið tekinn fyrir
þjófnað, eiturlyfjasölu, innbrot, skemmdarverk, rán eða önnur
óknytti. Athuganir í San Francisco, þar sem Kinverjar eru
fjölmennir, leiddu hið sama í ljós; svo og í Chicago.
P. H. Chang, kínverskur ræðismaður í New York, segir um
þetta: „Margir dómarar hafa haft orð á þessu við mig. Ég
held, að ástæðan til þess sé sú, að sonarrækt er talin höfuðdyggð
hjá þjóð minni. Kinverskir foreldrar innræta börnum sínum
hvar sem er í heiminum, að þau megi ekki verða foreldrum
sínum til minnkunar. Áður en kínverskt barn aðhefst eitthvað
hugsar það fyrst til foreldranna. Verður það þeim til skamm-
ar eða sæmdar? Kínversk börn vilja um fram allt þóknast for-
eldrum sinum.“
Á flestum kínverskum heimilum í Ameríku, ríkum jafnt og
fátækum, er allt fjölskyldulíf í mjög föstum skorðum. Mál-
tiðir eru hátíðlégar athafnir, sem alllr í fjölskyldunni verða að
taka þátt í. 1 uppeldi barnsins er rík áherzla lögð á virðingu
fyrir trúnni, velsæmi og virðingu fyrir þeim sem eldri eru.
■— The Saturday Evening Post.