Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 28
26
ÚHVAL
við höldum því fram, að grimmd-
in sé meðfædd, er fáránlegt að
draga af því þá ályktun, að
það hljóti ávallt að vera til góðs
að kalla hana fram. Hver sá,
sem haft hefur einhver kynni
af börnum, veit hversu auð-
veldlega þau geta komizt í upp-
nám. Þeim hættir við að komast
úr jafnvægi, þegar svo atvik-
ast, að tilfinningum þeirra eru
engar hömlur settar. Eins og
gefur að skilja (og Dr. Wert-
ham bendir réttilega á það) eru
börn þakklát fullorðnum fyrir
það að verja þau fyrir of sterk-
um geðshræringum.
Dr. Wertham virðist kenna
glæparitunum um svo mikið
þjóðfélagslegt böl, að útgefend-
ur þeirra hljóta að vera stoltir
af. Þó er hann ekki svo skyni
skroppinn, að rugla saman ein-
kennum sjúkdóms og orsökum
hans. Hvað eftir annað tekur
hann það fram, að vísu alltaf
með almennum orðum, að glæpa-
ritin séu aðeins eitt af táknum
djúptækari þjóðfélagsmein-
semda. Ráðlegging Dr. Wert-
hams til að kveða niður glæpa-
ritin, er eins skemmtilega gam-
aldags og útskýringar hans.
Fyrirmyndina fær hann frá lög-
um um lyfjasölu og sölu á
ómenguðum neyzluvörum. Dr.
Wertham leggur til að sam-
þykkt verði lög, sem banni að
selja glæparit börnum innan
fimmtán ára aldurs.
Eins og komið hefur í Ijós,
er ég mjög á sama máli og Dr.
Wertham. Staðreyndir hans eru
sannfærandi og athuganir hans
á þeim einstaklega heilbrigðar.
Þó get ég ekki varizt því að
halda, — eins og Dr. Wertham
minnist einnig á ■—• að nauð-
synlegt sé að athuga vandamál-
in, sem dyljast að baki glæpa-
ritunum. Vissulega yrði bann
við glæparitum aðeins til góðs
eins fyrir hið bandaríska þjóð-
félag, sem hrjáð er af svo mörg-
um ennþá illkynjaðri meinum.
En þegar böl er á brott numið,
verður jafnframt eitthvað ann-
að koma í þess stað. Hvað á.
að koma í stað glæparitanna ?
Eigum við að gróðursetja álm
og birki þar sem nú standa grá-
ir múrveggir? Eigum við að
semja lög um frið og spekt til
þess að vega upp á móti sora
stórborgarlífsins ? Og hvað um
atómsprengjur, f jarstýrð skeyti,
sífelldar styrjaldarhótanir? Eig-
um við kannski að segja börn-
um okkar, að allar þessar ógn-
anir um fjöldatortímingu séu
ekkert annað en fáránlegar
ímyndanir geggjaðra glæparita-
höfunda ?
En þessar háfleygu spurn-
ingar fjalla um þjóðfélagslega
ágalla, sem ekki eru einka-
eign Bandaríkjanna. Auk þess
er öllu vænlegra að líta einn-
ig á þá sem sjúkdómsein-
kenni, enda þótt hlutdeild
þeirra í glæparitunum sé lýð-
um Ijós. Hvernig getum við þá
leitt í ljós þau atriði í banda-
rískum lifnaðarháttum, sem eru