Úrval - 01.06.1955, Síða 40

Úrval - 01.06.1955, Síða 40
38 ÚRVAL skilið. Það er ekki gagnrýnin, henni verður maður að taka og tekur fúslega eins og hún er. Ef maður er leikari og kemur fram á leiksviði, verður maður að taka þeirri gagnrýni sem fram kemur. Okkar á milli get ég sagt, já og við alla hlustendur, að gagnrýnin á Heilagri Jó- hönnu hér í Svíþjóð olli mér vonbrigðum. Ég hef leikið svo víða í þessari óperu, en hvergi hef ég fengið jafn- harða gagnrýni og hér. Ég spyr sjálfa mig hver sé ástæðan. Ég leik á sama hátt í öllum lönd- um, og það getur varla verið svo mikill munur á einstökum sýn- ingum. Er það af því að Svíar eru kaldlyndari en Suðurlanda- búar, að Suðurlandabúar eru móttækilegri, ef til villbarnlegri, eða hrifnæmari en Svíar? Sitja þeir kaldir eins og steinar og vega og meta og eru meira fyrir að gagnrýna en hrósa? Eða er það af því að ég kem heim eftir svona mörg ár og hef notið hylli og frægðar úti í heimi? Hvað kemur til, að þegar ég kem heim skuli allt vera öðruvísi? Þá er alltaf vitnað í máltækið, að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem listamaður kemur heim eftir að hafa verið í útlöndum og kemst að raun um, að gagnrýnin heima er miklu óvægari en erlendis. Það hef ég heyrt marga segja, mál- ara, myndhöggvara, rithöfunda og aðra leikara. Og þetta er víðar en í Svíþjóð. Ég skal nefna skemmtilegt dæmi. Eitt sinn fyrir mörgum árum lékum við Greer Garson í sinn hvorri mynd sama árið. 1 Englandi og Svíþjóð voru beztu leikkonurn- ar valdar þetta ár. Greer Gar- son vann í Svíþjóð, en ég í Englandi. Fr.: I Ameríku voruð þér, að minnsta kosti fyrir öll hneykslisskrifin, bæði heims- kunn stjarna og átrúnaðargoð allskonar fólks ? B.: Já, eftir að ég fór frá Ameríku var ég talin mikil leik- kona, sem því miður hefði brot- ið allar brýr að baki sér, en siðgæðið var ekki talið til fyrir- myndar. I Svíþjóð er þetta þver- öfugt. Hér er ég talin hafa mik- ið siðgæðisþrek, en vera ósköp litil leikkona. Fr.: Maður hugsar sér annars, að þegar einhver verður frægur eða ríkur, þá einangrist hann að nokkru leyti frá umhverfi sínu. Þeir sem umgangast hann, verða ísmeygilegir og gera sér allt far um að þóknast honum. Á þennan hátt getur hann glat- að möguleikum á að kynnast fólki, sem fyrir listamann, leik- ara og kannski enn frekar leik- stjóra, getur haft mikla þýð- ingu. B.: Já, en það er mikið undir manni sjálfum komið, hvernig maður er gerður. Það er kannski sérstök heppni fyrir okkur, að maðurinn minn er svo ákaflega velþekktur í ítalíu og er mann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.