Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 79
ÁST OG HATUR MÖTA MANNINN
77
þegar fært okkur aukinn skiln-
ing á hinum leyndu þáttum
mannlegs eðlis.
Þessi nýi skilningur er að
valda byltingu. Hann hefur
vakið miklar vonir og kvatt
marga dáðríka menn til starfs.
En sálfræðin sýnir okkur ekki
einungis hvernig við getum
skilið hegðun okkar, heldur
einnig hvernig við getum breytt
henni.
Merkasta uppgötvun þessara
nýju vísinda er ef til vill fyrir-
brigði það, sem sálfræðin kall-
ar tvíhyggju (ambivalence),
þetta sálarástand, sem er fólg-
ið í því að við bælum niður
eina kennd, en tjáum í staðinn
andstæða kennd, sem er okkur
geðfelldari, hefur djúptæk áhrif
á öll mannleg samskipti.
Þessi uppgötvun hefur opnað
okkur leiðir, sem enn eru hvergi
nærri fullkannaðar, til að losna
við margskonar líkamlega van-
líðan. Mikilsverður árangur hef-
ur þegar náðst 1 skilningi og
meðferð ýmiskonar taugasjúk-
dóma, sem menn hafa til
skamms tíma staðið ráðlausir
gagnvart.
Með hverjum degi fást fleiri
vísindalegar sannanir fyrir því,
að veikindi koma til sögunnar
þegar sektarvitund, langvarandi
kvíði, ótti eða andúð verða okk
ur ofraun. Þessi ofraun kemur
af stað einskonar keðjuverkun,
sem raskar jafnvægi tilfinninga
okkar og starfsemi líffæra. Með
öðrum orðum: það er að verða
æ ljósara, að náið samband er
milli heilbrigði og hugarrósemi;
hvortveggja er runnið af sömu
rót.
Auk þessarar læknisfræðilegu
þekkingar kennir sálfræðin okk-
ur, að við getum beitt hvötum
okkar bæði í þágu sköpunar og
eyðileggingar. Hún kennir okkur
ennfremur að við getum beint
inn á aðrar brautir þeim eyði-
leggingaröflum, sem eru eins
og haft á okkur. Við getum not-
að þau til að öðlast hugarró,
og með því að setja okkur mark-
mið ofar sjálfelskufullum þörf-
um okkar, getum við öðlast vit-
und um, að líf okkar sé ein-
hvers virði. Og þó að við af okk-
ar kynslóð getum kannski ekki
losnað að fullu undan ofurfargi
andstæðra tilfinninga, þá getum
við með auknum skilningi lært
að lifa betur við þær.
Eftir að við erum nú tekin
að gera okkur grein fyrir hinni
flóknu starfsemi geðs og hugar.
höfum við vaknað til skilnings
á því hversvegna og hvernig
hatur og andúð, sem við hýsum
innra með okkur, lamar hæfi-
leika okkar til að elska. Með
vaxandi skilningi á eðli okkar
er von til þess að við getum
að lokum öðlast raunsærra mat
á samfélags- og siðgæðishug-
myndum okkar, og lært að líta
á okkur sjálf og heiminn hlut-
lægari augum.