Úrval - 01.06.1955, Side 79

Úrval - 01.06.1955, Side 79
ÁST OG HATUR MÖTA MANNINN 77 þegar fært okkur aukinn skiln- ing á hinum leyndu þáttum mannlegs eðlis. Þessi nýi skilningur er að valda byltingu. Hann hefur vakið miklar vonir og kvatt marga dáðríka menn til starfs. En sálfræðin sýnir okkur ekki einungis hvernig við getum skilið hegðun okkar, heldur einnig hvernig við getum breytt henni. Merkasta uppgötvun þessara nýju vísinda er ef til vill fyrir- brigði það, sem sálfræðin kall- ar tvíhyggju (ambivalence), þetta sálarástand, sem er fólg- ið í því að við bælum niður eina kennd, en tjáum í staðinn andstæða kennd, sem er okkur geðfelldari, hefur djúptæk áhrif á öll mannleg samskipti. Þessi uppgötvun hefur opnað okkur leiðir, sem enn eru hvergi nærri fullkannaðar, til að losna við margskonar líkamlega van- líðan. Mikilsverður árangur hef- ur þegar náðst 1 skilningi og meðferð ýmiskonar taugasjúk- dóma, sem menn hafa til skamms tíma staðið ráðlausir gagnvart. Með hverjum degi fást fleiri vísindalegar sannanir fyrir því, að veikindi koma til sögunnar þegar sektarvitund, langvarandi kvíði, ótti eða andúð verða okk ur ofraun. Þessi ofraun kemur af stað einskonar keðjuverkun, sem raskar jafnvægi tilfinninga okkar og starfsemi líffæra. Með öðrum orðum: það er að verða æ ljósara, að náið samband er milli heilbrigði og hugarrósemi; hvortveggja er runnið af sömu rót. Auk þessarar læknisfræðilegu þekkingar kennir sálfræðin okk- ur, að við getum beitt hvötum okkar bæði í þágu sköpunar og eyðileggingar. Hún kennir okkur ennfremur að við getum beint inn á aðrar brautir þeim eyði- leggingaröflum, sem eru eins og haft á okkur. Við getum not- að þau til að öðlast hugarró, og með því að setja okkur mark- mið ofar sjálfelskufullum þörf- um okkar, getum við öðlast vit- und um, að líf okkar sé ein- hvers virði. Og þó að við af okk- ar kynslóð getum kannski ekki losnað að fullu undan ofurfargi andstæðra tilfinninga, þá getum við með auknum skilningi lært að lifa betur við þær. Eftir að við erum nú tekin að gera okkur grein fyrir hinni flóknu starfsemi geðs og hugar. höfum við vaknað til skilnings á því hversvegna og hvernig hatur og andúð, sem við hýsum innra með okkur, lamar hæfi- leika okkar til að elska. Með vaxandi skilningi á eðli okkar er von til þess að við getum að lokum öðlast raunsærra mat á samfélags- og siðgæðishug- myndum okkar, og lært að líta á okkur sjálf og heiminn hlut- lægari augum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.