Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 106
'J.04
ÚRVAL
:ingi minni en gömlu hvalveiði-
-skipin, og ótraustari. Samt
-sem áður sigla þau lengra inn
á íssvæðið en gömlu skipin.
Nútíma hvalveiðiskip sækjast
einkum eftir að veiða steypi-
reyðar og langreyðar. Gömlu
hvalveiðimennirnir reyndu
•aldrei að veiða þessar tegundir,
af því að þær eru miklu hrað-
syndari og illvígari en búr-
hvalurinn, og þessir hvalir
sökkva líka þegar þeir eru
dauðir.
Ég var löngum á stjórnpall-
inum hjá Mark og virti fyrir
mér fuglalíf Suðuríshafsins.
Það var alltaf albatros á
sveimi kringum skipið, stund-
um jafnvel tuttugu eða fleiri.
Öðru hvoru hækkuðu þessir
stóru fuglar flugið og svifu rétt
yfir haffletinum, oft tímum
saman, og lyftu sér aðeins yfir
öldukambana. Skyndilega not-
aði fuglinn sér uppstreymið
frá einhverr öldunni og sveif
hátt upp í loftið, án þess að
blaka væng. Stundum svifu þeir
svo nálægt stjórnpallinum, að
við hefðum getað teygt okkur
til þeirra, og þá fengum við
■gott tækifæri til að skoða þenn-
an tígulega fugl, sem er stærri
en örn. Vænghafið er ótrúlega
mikið, allt upp í 13 fet. Fugl-
inn virtist vera algerlega hreyf-
ingarlaus í loftinu — hann
hreyfði ekkert nema augun.
Ég spurði Mark, hvort hann
’vildi drepa albatros.
„Nei! Og þú mundir ekki
heldur gera það! Ég er trú-
hneigður maður,“ bætti hann
við, ,,og kirkjan fordæmir alla
hjátrú — eins og þá, að sálir
dáinna sjómanna lifi í þessum
stóru fuglum. En ef ég væri
guð, þá mundi ég ekki láta sjó-
menn leika á hörpur með sigg-
grónum höndum. Ég mundi
láta sálir þeirra lifa áfram í
þessum fuglum.“
Dornoch, annar bryti, fræddi
mig margt um aðra fugla.
Stormfuglinn var lítill og brún-
leitur og hann var alltaf á
flögri niður við hafflötinn.
Þessi litli fugl gat ekki svifið
eins og stóru fuglarnir, hann
gat aldrei hvílst, en varð að
blaka vængjunum dag og nótt,
oft í margar vikur. Við kennd-
um í brjósti um hann. Dornoch
sagði mér að það væri gömul
trú hvalveiðimanna, að sálir
hólpinna sjómanna lifðu eftir
dauðann í albatrosum, en sál-
ir fordæmdra landkrabba færu
í stormfuglinn og yrðu að eilífu
að afla sér viðurværis úr haf-
inu, enda þótt þeir hefðu engin
skilyrði til þess.
Eitt kvöld heyrðum við Dor-
noch einkennilegt hljóð utan
af hafinu — það var ólíkt öll-
um hljóðum sem við höfðum
áður heyrt þar syðra. Dornoch
sagði mér, að þetta væru mör-
gæsir, að þær gæfu frá sér
þessi hljóð, þegar þær væru í
hinu rétta umhverfi sínu, sjón-
um. Ég rýndi út á hafið. Fjór-
ir dökkir búkar skutuzt allt