Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 70
68
orval
ráðarétt yfir barni, sem hún
hafði eignast eftir sæðingu;
taldi hún mann sinn ekki eiga
neinn rétt til barnsins, þar að
hann væri ekki faðir þess. Dóm-
urinn féll á aðra lund. Dómar-
inn taldi, að með því að sæð-
ingin hefði verið gerð með vit-
und og samþykki eiginmanns-
ins, væri barnið skilgetið — og
hefði faðirinn því rétt til að
sjá barnið á nánar tilteknum
tímum.
Sá dómur, sem valdið hefur
mestum deilum og vakið há-
værar raddir um, að löggjaf-
inn láti sig þessi mál meiru
skipta, var kveðinn upp í Chi-
cago nýlega. Það var skilnaðar-
mál og krafðist konan algjörs
umráðarréttar yfir barninu,
sem getið hafði verið með sæð-
ingu. Rétturinn féllst á kröfu
hennar á þeirri forsendu, að
barnið væri óskilgetið og móð-
irin þar með sek um hórdóm.
Enn munu hvergi hafa verið
samþykkt lög, sem taka af öll
tvímæli um þessi atriði, þótt
þau hafi komið til umræðu á
þjóðþingum og frumvörp ver-
ið flutt í þá átt.
En þó að þessi mál hafi ekki
enn hlotið viðunandi lausn, er
ein staðreynd óhagganleg:
þeim konum fjölgar nú stöð-
ugt, sem með sæðingu hafa
fengið fullnægt móðurþörf, er
þeim ella hefði verið fyrirmun-
að að njóta, og æ fleiri barn-
laus hjón fá með tilstilli henn-
ar fullnægt heitustu þrá sinni.
VAXTARVERKIR.
Paðir fór með 12 ára gamlan son sinn í bíó. Ætlunin var að
sjá kúrekamynd, en það kom í ljós fljótt eftir að myndin byrj-
aði, að hér höfðu orðið einhver mistök: þetta var ástarmynd
rneð gnægð kossa og faðmlaga. Þegar atlotin tóku að gerast
uggvænlega áköf og heit, ókvrrðist faðirinn í sæti sínu - - en
þá hnippti sonurinn í hann og hvíslaði: ,,Pabbi, sástu vöðvana
á honum, þegar hann kreisti hana?“
— Reader’s Digest.
EITT ER NAUÐSYNLEGT.
,,Páðu mér alla peningana þína,“ skipaði grímuklæddi mað-
urinn, „annars skýt ég vitglóruna úr hausnum á þér!“
„Skjóttu bara,“ sagði vegfarandinn rólegur, „það er hægt
ao lifa í New York án þess að hafa vitglóru, en það er ekki
hægt að lifa þar án þess að hafa peninga."
— Long Lines.