Úrval - 01.06.1955, Side 76
74
ÚRVAL,
sem myndu farast við spreng-
inguna. Munduð þið þrýsta á
hnappinn ?
Viðbrögðin við þessari spurn-
ingu voru skjót og ástríðufull.
Ung frönsk kona taldi slíka
fjöldarefsingu andstæða öllu
siðgæði og réttlæti. Aftur á
móti var lögfræðingur í hópn-
um, sem taldi það heilaga
skyldu sérhvers manns, sem
■einhvers mæti mannlegan virðu-
leik, að þrýsta á hnappinn.
„Ef numinn væri á brott ótt-
inn við refsingu fyrir unninn
;glæp,“ sagði hann, „mundi
maðurinn aftur komast á stig
villimennsku.“
Flestir viðstaddir skipuðu sér
3 þessa tvo andstæðu hópa.
Annarsvegar voru þeir sem
vildu ekki þrýsta á hnappinn,
-af því að þeir gátu ekki til þess
hugsað að vinna saklausu fólki
mein, en hinum megin þeir, sem
töldu, að grundvallarsjónarmið-
in væru mikilvægari en tilfinn-
ingasöm umhyggja fyrr ein-
staklingnum. Aðeins fáir okkar
gátu ekki tekið ákveðna af-
-stöðu.
Þegar á leið umræðurnar kom
æitt atriði greinilega í ljós.
Skapgerð og tilfinningalíf hvers
«g eins réðu meira afstöðu hans
■en þau skynsemisrök, sem hann
færði fram henni til stuðnings.
Þó að hver um sig bæri fram
skynsemisástæður til stuðnings
afstöðu sinni, leyndi það sér
■ekki, að þeir, sem magnað höfðu
Jneð sér nægilegt hatur til að
sigrast á samúðarkenndinni,
hölluðust að því að beita f jölda-
refsingu. En þeir, sem enn
höfðu hemil á hatri sínu og
voru samúðarríkari að eðlis-
fari, voru á öndverðum meiði.
Lögfræðingurinn, sem mundi
hafa þrýst á hnappinn í nafni
heilagrar skyldu, var í rauninni
heillaður af jafnstórkostlegu
blóðbaði. Hann hafði, eins og
við öll, tvíbenta afstöðu til of-
beldisins.
Við lítum á styrjaldir, þorp-
arahátt og ranglæti ekki aðeins
með skelfingu og viðbjóði, held-
ur vekur hún einnig, og sam-
tímis, hjá okkur hrollkenndan
unað, á sama hátt og við heill-
umst og skelfumst í senn af
ofsa fellibyls, eldsvoða eða
mætti annarra eyðileggingar-
afla. Sannleikurinn er sá, að ef
ofbeldi og illvirki hefði ekki
aðdráttarafl fyrir okkur, mynd-
um við hvorugt líða.
Geðþroski mannsins ræður
mestu um það hvor tilfinning-
in er sterkari. Börn hafa raun-
verulega nautn af að horfa á
morð og meiðingar. Þau fyllast
ekki reiði þó að þau séu vitni
að skemmdarathæfi. Hver minn-
ist þess ekki að hafa fundið til
hrollkennds unaðar þegar kenn-
arinn tók í lurginn á skólafélaga
hans?
Frumstæðar þjóðir, sem við
köllum svo, hafa ekki rótgróna
andúð á grimmd og ofbeldi, og
ekki heldur þeir sem hafa van-
þroskað tilfinningalíf, hvort