Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 15

Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 15
SKUGGINN 13 hugsaði ég ekki út í það, en ætíð, eins og þér munið, þegar sól rann upp og sól settist, þá varð ég svo undarlega stór; í tunglskini lá við, að ég sæist greinilegar en þér sjálfur. Ég var þá ekki búinn að fá skiln- ing á eðli mínu. I forsalnum opnuðust hugskotsaugu mín, og þá varð ég maður. Fullþroskaður kom ég þaðan út, en þér fóruð þá alfarinn úr heitu löndunum. Ég skammað- ist mín fyrir sjálfan mig eins og ég var og stóð, þar sem ég nú var orðinn maður. Mér lá á stíg- vélum, mér lá á fötum — í stuttu máli, mér lá á þessari góðu litgljá, sem einkennir manneskjuna. Ég segi yður það svona í trúnaði, þér farið ekki að setja það í neina bók, — ég smaug að pilsi kryddbrauðs- sölukonunnar og undir því faldi ég mig. Konukindinni datt ekki í hjartans hug, að hún hefði svo mikið að geyma. Fór ég nú ekki út, fyrr en kvöldsett var orðið, og var ég svo á reiki um strætin í tunglskininu. Ég teygði mig langt upp eftir múrnum; það kitlaði mig svo þægilega í bakinu; ég hljóp upp og ofan, gægðist inn um hæstu glugga, inn í salinn og upp á þakið. Ég gægðist þar inn, sem enginn getur gægzt, og ég sá það, sem engir aðrir sáu, það, sem enginn átti að sjá. Ljót er hún annars þessi veröld. Ekki vildi ég vera manneskja, ef það nú ekki einu sinni væri álitið, að það væri einhver fremd í að vera það. Ég sá það, sem enginn lifandi maður mundi ímynda sér, — hjá konunum, hjá mönnunum þeirra, hjá for- eldrunum og hjá blessuðum börnunum; — ég sá,“ sagði skugginn, ,,það, sem enginn mátti vita, en sem þeir allir vilja svo fegnir vita, en það er illt um nágranna sinn. Hefði ég haldið úti fréttablaði, þá hefði það víst orðið lesið. En ég skrifaði ekki fréttablað, heldur skrifaði ég þeim til hverjum í sínu lagi, og stóð af því mikill ótti í öllum þeim borgum, þar sem ég kom. Þeir urðu svo hræddir við mig, og þeim þótti svo vænt um mig; prófessorarn- ir gerðu mig að prófessor, skraddararnir gáfu mér ný föt, enda er ég nú heldur en ekki vel f ataður; myntmeistarinn myntaði handa mér peninga, og konurnar sögðu að ég væri svo fallegur, — og varð ég svo sá maður, sem ég er, og nú ætla ég að kveðja. Hérna er nafn- miðinn minn; ég bý sólarmeg- in og er ætíð heima þegar rign- ir.“ Að svo mæltu fór skugginn. „Þetta er þó merkilegt,“ sagði lærði maðurinn. Svo leið ár og dagur, og kom þá skugginn aftur. „Hvernig gengur?“ segir skugginn. ,,Æ!“ sagði lærði maðurinn, „ég er að rita um hið sanna og hið góða og hið fagra, en eng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.