Úrval - 01.06.1955, Side 5
HUGLEIÐINGAR A 150 ÁRA AFMÆLI H. C. ANDERSENS 3
sársaukafullur árekstur milli
hinnar óseðjandi kröfu hans
um viðurkenningu, og jafnóseðj-
andi kröfu hinna um þakklæti.
Þegar hinn merkiiegi ævifer-
ill hans er skoðaður utan frá,
kemur manni í hug leikur katt-
arins með músina. Fyrst var
honum fúslega hjálpað upp í
hóp „menntaðra betri borgara“
með því að borga fyrir hann
skólavist o. s. frv. — til þess
síðan dag og nótt að minna
hann á áfallna þakkiætisskuld.
Þar næst var honum búinn
skjótur og auðveldur frami í
bókmenntaheiminum — til þess
næstu árin að geta strítt hon-
um, hunzað hann eða tætt hann
sundur, í hvert skipti sem eitt-
hvert verk hans kom út eða
var sýnt á leiksviði. Það varð
hlutskipti hans, jafnhörundsár
og hann var, að kenna á sín-
um eigin skrokk þann eigin-
leika, sem ef til vill var rík-
astur í fari þeirrar stéttar, sem
þá stjórnaði Danmörku: hina
djúpu sjálfsánægju og hinn al-
gera skort á göfuglyndi.
Sem dæmi um þetta undar-
lega samband hins unga skálds
og velgerðarmanna hans má
nefna atvik, sem hann segir
sjálfur frá í Ævintýri lífs míns.
Hann hafði fengið birt tvö
kvæði í vikublaði Heibergs, Den
flyvende Post. Þau urðu vinsæl,
af því að nafn hans stóð ekki
undir þeim fullum stöfum og
þau voru þessvegna eignuð rit-
stjóranum, sem þá var bók-
menntalegt átrúnaðargoð allra
betri borgara. Húsbóndinn á
heimili, þar sem Andersen var
tíður gestur, las kvæðin upp af
mikilli hrifningu, en þegar það
upplýstist, að „heimilisvinur-
inn“ hefði ort þau, sló vand-
ræðalegri þögn á alla: „Hús-
bóndinn sagði ekki orð, leit á
mig og fór út úr stofunni, eng-
inn minntist einu orði framar
á kvæðin“. Jafnvel mörgum ár-
um seinna, þegar hann eftir
eina af utanferðum sínum sagði
frá þeim margvíslega sóma,
sem sér hafði verið sýndur í
Þýzkalandi, spurði vinkona
hans, frú Collin: „Haldið þér
ekki, að þeir hafi verið að gera
gys að yður?“ Maður skilur
háðið í orðum hans þegar hann
talar um hina allsstaðarnálægu
velgerðarmenn sína sem „upp-
alendur mína.“
Við þetta bættist svo, að þau
efnaleg kjör, sem þjóðfélagið
bauð skáldum sínum einnig þá
voru ákaflega naum. H. C.
Andersen mun nánast hafa not-
ið sérstöðu, m. a. vegna náinna
tengsla sinna við Jonas Collin,
sem var valdamikill embættis-
maður — hann fékk t. d. álit-
legan ferðastyrk frá konungin-
um, áður en hann skrifaði nokk-
urt þeirra verka, sem orðstír
hans byggist nú á. Samt varð
hann, eftir að skáldsagan Im-
provisatoren og fyrstu ævintýr-
in komu út, að biðja Collin um
hvert lánið á fætur öðru til að
standa straum af fátæklegu