Úrval - 01.06.1955, Side 78

Úrval - 01.06.1955, Side 78
76 ÚRVAL. eru harðir og tíðir, geta þeir valdið þunglyndi eða líkamleg- um þjáningum. Við getum jafn- vel orðið gagntekin ástríðu, sem knýr okkur til að stela, kveikja í, valda óspektum eða til annarra ofbeldisaðgerða. Þessa baráttu milli sköpunar- og eyðileggingarafla má greina jafnaugljóslega hjá hópum og þjóðum og hjá einstaklingum. Einvaldar hafa lyfzt til valda á öldufaldi haturs — haturs til óvinaþjóðar — sem þjóð- félagið telur ekki aðeins leyfi- legt, heldur beinlínis hrósvert, og sem er þessvegna hinn ákjósanlegasti farvegur fyrir beiskar tilfinningar. Sem betur fer eru eyðilegg- ingaröflin þó alls ekki allsráð- andi. I þeim sama heimi þar sem safnað er atómsprengjum, hefur það skeð, að ekki aðeins forstjóri, heldur og öll stjórn byggingarfyrirtækis, sem var að reisa 8 milljón króna bygg- ingu, lét stöðva mikinn hluta verksins meðan rauðbrystingur sem verpt hafði í stálgrind byggingarinnar, var að unga út. Báðar staðreyndirnar eru jafntrúlegar. Hvor um sig er hlið á mannlegu eðli. Þetta mannlega eðli, eðli okk- ar, hefur verið hugsandi mönn- um ráðgáta frá örófi alda. Þeir hafa spurt: hver er þessi bar- átta í manninum? Hvert er þetta illa innræti í sálarfylgsn- um okkar, sem eflir okkur til ofbeldis þegar skyndileg ástríða grípur okkur? Eru það f járhagsörðugleikar eða þrá eftir öryggi eða valdafýkn, sem setur okkur skör lægra en önn- ur dýr? Nú, eins og áður í sögunni, hafa jafnvíg öfl gert sér geypi- leg hervirki, sem varpa skugga vonleysis yfir heiminn. Feikn- legum fjármunum er sóað í að hlaða upp vopnabirgðum til þess að halda yfirburðum í vígbúnaðarkapphlaupinu, og of- boðslegri orku er eytt í að sannfæra þær þjóðir, sem standa utan við, að báðir séu í þjónustu göfugra lífs og starfi í anda þess. Báðir reyna að ryðja hugmyndakerfum sínum rúm með valdi, gleymnir þess, að vald eflir gegn sér vald, og að Vald, sem beitt er til að berja niður hugsjónir, elur af sér of- stækismenn og píslarvotta. Til þessa dags hafa hvorki vísindin né efnahagsmálin haft merkjanleg áhrif á mannlegt- eðli. Þrátt fyrir atómvopn og iðnvæðingu á sér enn stað í einstaklingnum sama togstreit- an milli sköpunar- og eyðilegg- ingarhvata. Hver öld hefur sínar hug- myndir og björtu vonir um að breyta heiminum. Á okkar öld er það sálfræðin, sem á að bjarga. Erum við hrokafull í þeirri trú okkar, að henni muni takast það, sem önnu úrræði hafa enn ekki dugað til? Ástæð- an til þess að við erum vongóð nú, er sú, að sálfræði hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.