Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
strandgæzluliðið og allar til-
raunir til að hefta smygl hans
mistókust. Þegar hann ætlaði að
setja á land farrn á einhverjum
tilteknum stað, þá lét foring-
inn, sem var fyrir liðinu á þeim
slóðum, þau boð ganga til
manna sinna, að grunur lægi á,
að smygl yrði reynt á öðrum
stað, og þangað var svo liðinu
stefnt, en engin gæzla höfð á
hinum staðnum, svo að smygl-
ararnir gátu athafnað sig þar
óáreittir.
Brátt hafði þessi maður yfir
að ráða stórum flota, sem ein-
göngu lagði stund á smygl.
Hann varð svo ríkur á þessu,
að Iiann byrjaði að kaupa hluta-
bréf í Tóbakseinkasölunni og
varð að lokum forstjóri henn-
ar. Samtímis því sem hann var
forstjóri Tóbakseinkasölunnar
hélt hann auðvitað áfram að
reka smygl og hafði þannig of-
fjár af ríkinu. Eftir að lýðveldi
var sett á stofn 1931 hóf ríkis-
valdið hatrama baráttu gegn
honum. Svo mikils þótti umvert
að ráða niðurlögum hans, að
f jármálaráðherrann lýsti því yf-
ir í þinginu, að annaðhvort yrði
iýðveldið að gera út af við hann,
eða að hann yrði banditi lýð-
veldisins. Hann var sem sé einn-
ig þingmaður, og þótt það tor-
veldaði enn frekar aðgerðir
gegn honum, fór svo að lokum
að hann lenti í fangelsi. IJr
fangelsinu hvarf hann í fylgd
með fangelsisstjóranum. Þeir
fóru í bíl til Portúgal, þar sem
smyglarinn henti gaman að því,
að hann hefði lent í fangelsi,
en farið þaðan út aftur um aðal-
dyrnar. Fullyrt var, að hann
væri ríkasti maður Spánar. I
borginni Palma á Mallorca
stofnaði hann banka, og sonur
hans var aðalritstjóri stærsta
blaðs eyjunnar. I kosningum var
það alltaf hann sem réði því
hverjir kosnir voru þingmenn
eyjarinnar. Þessi konungur
smygiaranna var Juan March.
En það eru ekki aðeins stór-
smyglarar á Spáni, þar eru líka
stórir hópar smærri spámanna,
þótt ekki skorti þá hugmynda-
flug og útsjónarsemi. Algengt
bragð smyglara, er notkun sér-
staklega taminna hunda. Þessir
hundar vinna alltaf saman tveir
og tveir. Sá sem á undan fer
ber aldrei neinn smyglvarning.
Hlutverk hans er að vísa leiðina
hinum, sem á eftir kemur með
varninginn á bakinu. Forustu-
hundurinn er þaultaminn og
staðnæmist undir eins og hanrt
sér landamæravörð. Þegar leið-
in er aftur greið, heldur hann
áfram og hinn dyggi förunautur
hans á hæla honum.
Auðugur og mikilsmetinn
maður, sem kunnur var fyrir
stuðning sinn við listamenn og
auðvitað hafði auögast á smygli,
notaði frumlega smyglaðferð.
Einhverstaðar á landamærunum
átti hann hús og var helming-
ur þess í Frakklandi en hinn
helmingurinn á Spáni. Fullyrt
er, að í gegnum þetta hús hafi