Úrval - 01.06.1955, Side 103

Úrval - 01.06.1955, Side 103
LÆKNIR 1 HVALVEIÐILEIÐANGRI 101 hvalnum líkt og börkur af appelsínu — eða svo virtist manni. En þetta verk krafðist margra ára æfingar. Skurðar- maður, sem kunni ekki starf sitt til hlítar, varð áreiðanlega ekki langlífur innan um þessar æðandi vélar, þöndu víra og hárbeittu sveðjur. Spikið var skorið í ræmur, 18 þumlunga breiðar og 10 feta langar. Spikdrengirnir, sem svo eru nefndir, krækja hvalkrók- um sínum í ræmurnar og draga þær að opum á þilfarinu, þar sem gufa og brennheitt lýsið bullar upp. Þessi járnvörðu op eru gin bræðslukatlanna, sem eru á næsta þilfari fyrir neðan. Skurðarmennirnir hafa mestu skömm á spikdrengjunum. Það var alvanalegt að sjá skurðar- mann hefja upp fimm punda spikstykki á hníf sínum og kasta því í einhvern spikdreng- inn. En spikdrengurinn var viðbúinn. Án þess að líta við, tók hann á móti löðrandi spik- skeytinu með króknum sínum og beindi því að einhverjum skurðarmanninum. Það er sagt að spikdrengir matist með hvalkróknum sín- am og stoppi í sokkana sína með honum. Það kann að vera orðum aukið, en hitt er rétt, að þegar spikdrengur þarf að taka upp kaðalspotta — eða jakkann sinn eða bók — þá teygir hann ekki höndina eftir hlutnum, heldur kippir honum til sín með króknum. Sama máli gegnir þegar veltingur er á skipinu. Hann styður sig ekki með höndunum heldur járnkróknum. Þegar búið var að flá spikið af hvalnum og koma því fyrir, drógu vindurnar skrokkinn fram á framþilfarið. Þar biðu aðrir skurðarmenn sem áttu að lima hann sundur. Þeir höfðu líka beittar sveðjur, en einnig eimknúna sög, til þess að saga beinin. * Ég fetaði mig varlega fram blóðugt þilfarið. Gufumökkur- inn og hávaðinn var tíu sinn- um meiri en aftur á og atgang- urinn var djöfullegur. Sem betur fór þekkti ég þarna einn mann; það var Hamish Gor- don, sögunarmaður, og það var tiltölulega öruggt að vera hjá honum. „Bíddu á meðan ég næ þess- um bölvuðum hrygg í sundur,“ hrópaði hann í eyrað á mér, ,,þá skal ég tala við þig.“ Skurðarmennirnir höfðu skorið kjötið af baki hvalsins, en það voru margar smálestir, og troðið því niður um op á þil- farinu, sem til þess var ætl- að. Rifin, sem voru mannhæð- arhá, höfðu líka verið losuð. Innyflunum hafði verið náð út úr búknum. Nú var aðeins hryggurinn eftir. Þetta tíu smálesta hrygg- flykki var dregið af vindu þvert yfir þilfarið og undir sögina. Sagarblaðið var 15 fet á lengd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.