Úrval - 01.06.1955, Síða 49

Úrval - 01.06.1955, Síða 49
FRAKKNESKI HEIMSPEKINGURINN MICHEL DE MONTAIGNE 4T orð, jafnvel faðir hans og móð- ir mæltu ekki við hann á frönsku, heldur lærðu þau og þjónustufólkið hrafl í latínu til þess að geta varpað orði á bless- að barnið. Aðferð þessi bar hinn ágætasta árangur. Mont- aigne lærði ekki seinna latínu en önnur börn frönsku. Þegar hann var sex ára, kunni hann ekki eitt orð í frönsku. Latína var því móðurmál hans og hon- um svo eiginleg alla ævi, að hann greip oft til hennar, þegar eitthvað óvænt kom fyrir hann. Grísku lærði hann einnig mjög ungur, mest í leik, með aðferð- um sem svipar til nútíma kennsluhátta við málanám. Sama gilti um reikning og flat- armálsfræði. Uppeldi Montaigne var að öllu leyti ástúðlegt og milt, aðeins tvisvar sinnum hveðst hann hafa kennt lítils- háttar á vendinum. Sjö ára gam- all er hann sendur til náms í ágætan menntaskóla í Bordeaux .síðan nam hann lög, en hef- ur sjálfsagt ekki verið mála- flækjumaður að eðlisfari, því að hann fer um þessa fræði- grein háðulegum orðum. Lög- fræðingar eru oft skynsamir menn, segir hann, og tala ljóst og greindarlega um öll önnur mál en lögfræðileg, en þar er enginn hlutur svo einfaldur og augljós, að hann verði ekki brátt svo flókinn og ruglingslegur, að úr verði óskiljanleg þvæla. Montaigne gerist ungur hirð- maður og gegnir ýmsum háum embættum um alllangt skeið. Hann kvænist árið 1565 og dregur sig nokkrum árum síð- ar, eða skömmu eftir að faðir hanns deyr 1568, út úr opin- beru lífi og sezt að í höll sinni. Gefur hann sig nú að ritstörf- um, og árið 1580 kom ritgerða- safn hans, Essais, út. Árin 1580 —81 ferðaðist hann um Suður- Þýzkaland og Italíu. Gekk hann fyrir páfa og gaf honum bók sína. Árið 1581 hlaut hann þá miklu sæmd að vera kjörinn borgarstjóri í Bordeaux og gengdi hann því starfi fram á árið 1585. Eftir það fékkst hann ekki við opinber störf, en býr með konu sinni og dóttur í höll sinni, ritar, les og stjórnar búi sínu. Hann átti fjögur börn, en aðeins eitt þeirra komst til full- orðins ára. Montaigne var lengst af heilsugóður, en þjáðist sein- ustu æviár sín af steinsótt. Hann dó 13. sept. 1592, tæp- lega sextugur. Öld sú, er Montaigne lifði á, var öld ofstækis og hermdar- verka. Árið 1561 hefst borgara- styrjöld eða trúarbragðastyrj- öld 1 Frakklandi og var hún háð af hörku og grimmd. Mikill fjöldi mótmælenda var myrtur í París Barthólómeusmessu- nóttina árið 1572. Um allt land- ið geystust óaldarflokkar, ræn- andi og myrðandi, undir því yf- irskyni að berjast fyrir réttri trú. Enginn var óhultur um líf sitt og eignir. Montaigne var mesti friðsemdarmaður, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.