Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 77

Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 77
ÁST OG HATUR MÓTA MANNINN 75 heldur það eru vísindamenn, lögfræðingar, diplómatar eða stjórnmálamenn. Geðþroska maður notfærir sér eyðilegging- arhvatir sínar til þess að veita sér ánægju á ótal meinlausa vegu. Hann hrærist af harm- sögu ímyndaðra persóna í leik- ritum og skáldskap; reitir ill- gresi í garðinum sínum, fellir tré, og veltir jafnvel kúlum til að fella keilur. Með sjálfum sér er hann að breyta árásarhneigð sinni í nytsamar eða ánægju- legar athafnir, sem ekki eru ámælisverðar. Geðþroski og greindarþroski fylgjast ekki alltaf að. Greind- ustu hæfileikamenn geta verið bundnir frumstæðum tilfinning- um. Greind manns getur sagt honum, að athafnir hans stjórn- ist af hreinni skynsemi, jafnvel af hinum göfugustu sjónarmið- um, þó að í reyndinni láti hann stjórnast af einhverri innri and- úð. Sagan greinir frá mörgum slíkum dæmum. Við læknarnir höfum sérstakt tækifæri til að kynnast þessu misræmi milli skynsemi og til- finninga. I starfi okkar hittum við iðulega mikla gáfumenn, af- burðamenn á sínu sviði, sem bugast þegar að þeim steðja persónuleg tilfinningavandamál. Þessi innri togstreita milli ástar og haturs á rætur sínar aftur í bei’nskuárunum, þegar persónuleiki okkar var að mót- ast. Við höldum kannski, eftir að við erum fullorðin, að við séum laus undan áhrifum for- eldra, trúarbragða eða félags- hátta, en það er ekki auðvelt að losa sig við þau áhrif, af því að við drukkum þau í okkur þegar í bernsku, áður en við höfðum öðlast sjálfstæða dóm- greind. Af því leiðir, að sú sektar- kennd, sem þjáir okkur þegar við brjótum einhverja bannhelgi þjóðfélagsins, á sér rætur djúpt í dulvitundinni, þessum myrk- viði gleymdrar reynslu, særðs metnaðar, ósigra, auðmýkingar og jafnvel hreinna morðhvata. Þetta er orsök þess, hve mjög við erum leiksoppar tilfinning- anna, þó að við gerum okkur sjaldan grein fyrir því. Með því að við kunnum engin ráð til þess að losa okkur við hinar óstýrilátu hvatir okkar, reynum við að bæla þær niður þegar hætta er á að þær brjóti í bága við ríkjandi hefðir. Fyr- ir kemur, að sérlega skoðana- fastir menn eða konur brjóta af sér bönd viðtekinna lifnað- arhátta, án þess séð verði að þau bíði tjón af. En hitt er algengara, að ef við brjótum einhverja félagslega bannhelgi, sækir að okkur sektarkennd, kvíði eða ótti, jafnvel þó að skynsemin samþykki brotið. Þetta er orsök þess, að við vöðum svo oft í villu um hvat- irnar að gerðum okkar, og að við gerum stundum illt þegar við höldum að við séum að gera gott. Ef þessir árekstrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.