Úrval - 01.06.1955, Side 51
FRAKKNESK-I HEIMSPEKINGURINN MICHEL DE MONTAIGNE 49
■einnig af handahófi. Heiti rit-
g'erðanna veitir oft nauða litla
vitneskju um efni þeirra, hann
fer úr einu í annað og heldur
sér sjaldan við efni það, sem
ritgerðin á að fjalla um. Les-
andinn verður því oft fyrir von-
brigðum, en á móti þeim vegur
gleðin yfir mörgum óvæntum
happadráttum. Það skiptir engu
máli í hvaða röð ritgerðirnar
eru lesnar, því að Montaigne
forðast eins og heitan eldinn
að binda hugsanir sínar í sam-
fellt og rökrétt kerfi, þar sem
eitt leiðir af öðru. Hann er því
víða sjálfum sér ósamkvæmur.
Eftirtektarvert er, að Mont-
aigne reit bók sína á frönsku, en
ekki latínu. Þykir hann frábær
ritsnillingur. En ekkert verk
lifir á stílnum eða málinu einu
saman, ef efnisgildi þess er lít-
ið, og ritgerðir Montaigne ekki
heldur. Hverju gegnir, að þetta
furðulega rit, sem virðist fljótt
á litið einn hrærigrautur, er
enn mikið lesið og er með réttu
talið höfuðafrek frakkneskra
bókmennta á 16. öld? Hvert er
markmið þess? Hvað sækja
menn til þess?
Markmið Montaigne er að
lýsa sjálfum sér og þekkja sjálf-
an sig. Sjálfsþekking virðist
honum vera sú þekking, sem
öruggust er og mest gildi hef-
ur, öll önnur þekking er óviss-
ari. Maðurinn er hið eina, sem
hægt er og vert er að þekkja.
En engu er eins torvelt að lýsa
og sjálfsveru mannsins, þótt á
engu sé jafnmikið að græoa.
Heimspekingar og siðfræðingar
vilja móta manninn, ég vil ein-
ungis lýsa honum eins og hann
er, segir hann. Montaigne
skyggnist inn í djúp sálar sinn-
ar, reynir að lýsa verðandi
mannlegs lífs. Hann lýsir sér
ekki sem einstakling, heldur
sem manni, þ. e. sjálfslýsing
hans nær til kjarna manneðlis-
ins. Allar ritgerðir hans eru
bein og óbein sjálfslýsing, og
hún er gerð af miskunnarlausri
hreinskilni. Spurningu Pílatus-
ar: Hvað er sannleikur? myndi
Montaigne hafa svarað á sama
veg og Kristur: Ég er sannleik-
urinn, í þeirri merkingu, að
hann telur, að hann geti ekki
sannþekkt neitt nema sjálfan
sig, og því verður honum svo
tíðrætt um sjálfan sig. Eng-
inn maður, sem hefur rit-
að sjálfsævisögu eða játning-
ar, hefur nokkru sinni veitt
öðrum jafnmikla og fjölbreytta
vitneskju um sjálfan sig og
Montaigne. Við kynnumst skoð-
unum hans, siðgæðishugsjónum,
viðbrögðum hans í fjölmörg-
um aðstæðum lífsins, einka-
venjum hans og daglegum lifn-
aðarháttum, hann lýsir útliti
sínu, matarsmekk og borðsið-
um o. s. frv. Okkur finnst ó-
mögulegt, að nokkur maður geti
staðið naktari frammi fyrir
okkur, okkur eru ljósir gallar
hans eigi síður en kostir, við
sjáum, hvernig hann breytist,
afneitar því í dag, sem honum