Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 65

Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 65
1 STUTTU MÁLI 63. mynd. Nokkrum mánuðum eftir aðgerðina voru þessi æxli alger- lega horfin og konan er nú frísk 16 mánuðum eftir að hún kom á spítalann, að þvi er virtist á lokastigi sjúkdómsins. Aðgerðin, sem hjálpað hefur þessum konum, er í því fólgin, að tekin voru úr þeim bæði eggjakerfin og nýrnahetturnar, sem eru lokaðir kirtlar ofan á nýrunum, voru færðar til og græddar við vef í kviðarholinu, sem nefnist garnhimnan. Á þeim stað verkar lifrin eins og sía fyrir vakana, sem þessir kirtlar framleiða; hún heldur eftir þeim vökum, sem hafa örvandi áhrif á krabbameins- frumur, en hleypir öðrum lífs- nauðsynlegum vökum í gegn. Læknar hafa um árabil vitað, að það hægir á vexti krabba- meins í brjósti, ef eggjakerfin eru tekin burtu. Nýlega hefur það einnig komið í Ijós, að brott- nám nýrnahettanna hægir einn- ig á vexti krabbameins. Með því að cortison og aðrir vakar nýrnahettanna eru nú fram- leiddir í lyfjaverksmiðjum, hafa læknar ráðizt í að skera nýrna- hetturnar burt og gefa síðan þessa vaka að staðaldri á eftir. Læknarnir við Mount Zion sjúkrahúsið hafa í þess stað flutt nýrnahetturnar til og þurfa þeir sjúklingar minni vakagjafir á eftir en þeir sem eru nýrnahettulausir. Fram að þessu hefur aðgerð- in verið gerð á 17 sjúklingum, sem höfðu krabbamein í brjósti, ýmist á alvarlegu stigi eða loka- stigi. Tveir þeirra dóu strax eftir aðgerðina og fjórir 45 til 200 dögum eftir. Af hinum 11 hafa 4 verið undir athugun í minna en ár, en 7 í eitt til tvö ár. Hjá konunni, sem fyrst var gerð aðgerð á, varð þess vart eftir 16 mánuði, að krabbamein- ið var farið að vaxa aftur. Öll- um hinum hefur haldið áfram að batna fram að þessu. Aðgerð þessi er árangur 15 ára dýratilrauna við Mount Zion sjúkrahúsið. Of snemmt er að spá um það, hvort þessi nýja aðgerð til lækn- ingar á brjóstkrabbameini á lokastigi muni reynast til fram- búðar, til þess þarf að gera miklu fleiri aðgerðir og einnig þarf að fylgjast lengur með sjúklingunum. Framtíðarverkefni kjarn- orkimnar. Sir John Cockcroft, yfirmað- ur kjarnorkustofnunar Bret- lands, svarar hér á eftir nokkr- um spurningum um kjarnorku- mál. Sir John hlaut Nóbels- verðlaun í eðlisfræði árið 1951 og hefur unnið að kjarnorku- rannsóknum í meira en tvo- áratugi. Framfarir í friðsamlegri hag- nýtingu kjarnorkunnar í Bret- landi hafa vakið alheimsat- hygli, segir Sir John, og ég hef verið spurður margra spurn- inga um framtíðarmöguleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.