Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 38
36
ÚRVAL
aftur? Nýtt nafn og ekkert
annað. Ég yrði mér til at-
hlægis.
Ég fékk sem sagt að halda
nafni mínu, þó að það væri tal-
ið ótækt í auglýsingum. Ame-
ríkumenn geta nefnilega ekki
borið fram Ingrid Bergman. En
ég fékk vilja mínum framgengt
og breytti heldur ekki útliti
mínu. Jafnvel það varð auglýs-
ingamatur fyrir félagið. Ég var
fyrsta leikkonan í Ameríku, sem
var alveg náttúrleg, sem
hvorki hafði látið breyta nafni
sínu né andliti. Síðan hef ég
eftir mætti reynt að láta aðeins
verk mín tala, en láta ekki aug-
lýsa mig og mynda mig.
En þá kemst maður í þann
vanda, að til þess að fá frið á
heimilinu verður maður að láta
blöðin fá viðtöl og ljósmyndir.
Sá dagur líður ekki, að ekki sé
hringt ótal sinnum eða barið
að dyrum eða setið um mann.
Og að lokum gefst maður upp
og segir: „Takið þá myndirnar
svo maður fái frið á eftir!“
Fr: En er það ekki einmitt
svo, að blaðamennirnir hugsa
eitthvað á þessa leið: þetta eru
opinberar persónur -—• átrúnað-
argoð fólksins, og fólkið verður
að fá að heyra þær og sjá.
B: Jú, það er rétt, að starf
okkar byggist einnig mikið á
auglýsingum. Ég sagði einnig
— ekki eingöngu, vona ég. Hið
eina sem maður vonast eftir
er, að einkalíf manns sé látið
í friði. Mér kemur í hug það sem
gerðist fyrst eftir að ég kom til
ítalíu. Ég vildi ekki láta ljós-
mynda mig. Eg átti von á barni
og eins og eðlilegt var kærði ég
mig ekki um að láta birta mynd-
ir af mér. Hvaða kona kærir sig
um það síðustu mánuðina?
Ljósmyndari sá mig á götu og
hljóp í veg fyrir mig og ég sá
undir eins, að hann ætlaði að
taka mynd af mér, svo að ég
sneri við og reyndi að forða
mér inn í þrönga hliðargötu.
Hann hljóp á eftir mér. Ég
skauzt á bak við blaðsöluturn,
en ha.nn kom mér í opna skjöldu.
Ég kallaði til hans í bænarómi:
„Gerið þetta ekki!“ Ég vil það
ekki! Skiljið þér ekki, að ég
vil ekki láta taka mynd af mér
núna!“ En hann hló bara upp
í opið geðið á mér og tók mynd-
ina, af því að ég átti enga
undankomuleið. Það er þetta
sem mér finnst andstyggilega
ljótt og sem mér finnst að binda
verði enda á. En því miður,
þessar myndir koma í blöðun-
um. Þær eru undir eins teknar
af því að blöðin vita, að fólki
finnst gaman að sjá þær.
Fr.: En áhugi almennings á
eftirlætisgoðum sínum er auð-
vitað ekki eingöngu löngun í
hneykslissögur. Hann er ekki
aðeins hnýsni. Hann byggist
líka á því, að almenningi þykir
vænt um átrúnaðargoð sitt.
Þessvegna vill hann vita sem
mest um það, hvernig það hugs-
ar og hvað það gerir.
B.: Já, ég minnist þess, sem