Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 8
6
ÚRVAL
Byltingarandinn, sem reynd-
ar má greina í skáldskap H. C.
Andersens, er ekki fólginn í því
að hvetja hina kúguðu til upp-
reisnar gegn ,,húsbændunum“
— sú hugmynd virðist hafa
verið honum algerlega fram-
andi ■—- heldur í hinni æver-
andi og upprunalegu samkennd
hans með manninum. Af öðrum
toga spunnin kann að virðast
lýsing hans á stjörnunum, sem
„skinu yfir öll hús, jafnt ríkra
sem fátækra, jafnskærar, jafn-
gjöfular", eða gleði hans yfir
því, að fátæku börnin eru jafn-
ánægð yfir að eiga von á að
fá heitar kartöflur til kvöld-
verðar og hin ríku yfir því að
eiga að fara í stóra veizlu og
dans. Hitt mun þó sanni nær,
að með augljósri vináttu sinni
í garð allrar skepnu, ekki sízt
þeirra sem samfélagið og ham-
ingjan hafa lagt leið sína fram-
hjá, með þeirri falslausu sam-
úð, sem lýsir af ævintýrum
hans, hefur hann lagt sinn skerf
til þeirrar viðurkenningar á
réttindum mannsins, sem hægt
og hægt hefur þokast fram á
leið.
Það er sjaldgæft að örli á
eiginlegum stjórnmálaskoðun-
um hjá H. C. Andersen, en að
leynzt hafi með honum eðlis-
hvöt í þá átt má sjá í bréfi
frá fyrstu dvöl hans í París
1833: ,,Mér geðjast vel að
frönsku þjóðinni. Jafnvel þeir
aumustu lesa blöð sín, hér er
líf og hreyfing, hugsunin er
óhrædd að láta heyra í sér,
ekki aðeins 1 einkalífi, heldur
einnig í opinberu lífi.“
Vilji maður leita að „pólitísk-
um“ skoðunum Andersens, þá
má finna þær í ævintýri, sem
í samruna ljóðrænu og kímni,
náttúru og anda er sennilega
unaðslegast allra ævintýra
hans. „ . . . láttu mig koma,
þegar mig lystir sjálfan,“ seg-
ir næturgalinn við keisarann
sinn, „þá skal ég sitja að kvöldi
dags á trjágreininni þarna við
gluggann og syngja fyrir þig,
svo að þú verðir glaður og þó
hugsandi um leið. Ég skal
syngja um þá, sem hamingju-
samir eru, og um þá, sem
raunamæddir eru; ég skal
syngja um hið illa og góða, sem
í kringum þig er og leyndu er
haldið. Söngfuglinn litli flýgur
víðsvegar, — heim að kofanum
fiskimannsins fátæka, heim að
bænum bóndans, og til hvers
og eins, sem fjarri er þér og
hirð þinni.“ Þetta er varfærn-
islegur en einlægur draumur
um lýðræðislegt, upplýst ein-
veldi.
Óbeint tjáir hann hug sinn
einkar skýrt í stöðugri vörn
sinni fyrir framförum og háði
sínu um þá, sem kusu tíma
hinna óupplýstu gatna og tré-
hestanna. Hann trúði á gufu-
vélina og rafmagnið, á ævin-
týri andans og tækninnar, á
„menntagyðju hinnar nýju ald-
ar“, — í stuttu máli, hann trúði
á framtíð mannsins.