Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 29
GLÆPARIT OG BANDARÍSKIR LIFNAÐARHÆTTIR
27
mest orsök að blómaskeiði
glæparitanna ? Ég ætla mér
ekki þá dul að leiða þau í ljós
af vísindalegri nákvæmni, né
þannig að tekið verði fullt tillit
til allra stétta, kynflokka og
landshluta, en án þess verða
flestar lýsingar á Bandaríkja-
mönnum sjaldnast annað en
gagnslausar alhæfingar. Hér
get ég aðeins borið á borð
nokkrar vangaveltur og heila-
brot.
Sérhvert nútíma þjóðfélag
einkennist af baráttu milli and-
stæðra lífsmæta (values).
Stundum er þessi barátta inni-
falin í því siðgæðiskerfi, sem
þjóðin viðurkennir. En meiru
máli skiptir þó þegar hegðunin
er í andstöðu við hugsjónir þjóð-
félagsins. Hvert barn, sem vex
upp, verður að horfast í augu
við þessháttar andstöðu, og það
er ætlast til þess af því, að það
sigrist á henni. Það er óþarft
að taka fram, að sá sigur verð-
ur aldrei alger. Menn ímeigjast
til að hefja eina hugsjón til
vegs á kostnað annarrar. Og
eftir þessu örlagaríka vali, þess-
ari niðurröðun lífsmætanna, fer
hegðun barnsins í framtíðinni.
Það er einmitt í þessum vanda,
sem bandarísk börn fá svo lít-
inn stuðning frá umhverfi sínu
til þess að velja sér lífsmæti,
sem hafa í hávegum mannúð,
samvinnu, menntun og önnur
óefnisleg gæði. Þvert á móti
virðist dollarinn vera það, sem
allt er miðað við í Bandaríkjun-
um. Slátrarar, menntamenn,
tónsnillingar og skrifstofufólk
gengur allt upp í þessum alls-
herjar samnefnara. Peningar
tákna manngildi og velgengni.
Fjárskortur merkir misheppnað
og einskis nýtt líf.
Fyrst þessi hugsunarháttur
er svo algengur í Bandaríkjun-
um, er ekki að undra þótt æsku-
lýðnum lærist brátt að taka
meira tillit til athafna okkar en
orða. Þetta bil á milli hugsjóna
og hegðunar spillir æskufólkinu
og ryður því brautina að boð-
skap glæparitanna. Minnumst
þess, að í glæparitunum hlýtur
sá sterkasti og miskunnarlaus-
asti sigurlaunin. Vegna þess að
valdið er talið bezta tækið til
þess að ná góðu markmiði, fær
það gildi sem tæki, þó að ekki
sé það markmið í sjálfu sér.
Af þessu leiðir, að glæparitin
verða barninu fyrirmynd þess,
hvernig það geti leyst vanda-
mál sín. Auk þess fær tilhneig-
ing barnsins til þess að hugsa
í öfgum stuðning frá hinum and-
stæðu og öfgafullu sjónarmið-
um, sem dynja á því. Og glæpa-
ritin birta því vissulega einhliða
öfgar. Einmitt það einkenni
þeirra höfðar mjög til margra
barna, sem eiga í andlegri bar-
áttu.
Frá fornu fari hefur það ver-
ið hlutverk foreldra að innræta
börnum sínum siðgæðismat. En
í Bandaríkjunum er órðið harla
erfitt að rækja þetta hlutverk.
Mörg okkar vinna af þvílíku