Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 29

Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 29
GLÆPARIT OG BANDARÍSKIR LIFNAÐARHÆTTIR 27 mest orsök að blómaskeiði glæparitanna ? Ég ætla mér ekki þá dul að leiða þau í ljós af vísindalegri nákvæmni, né þannig að tekið verði fullt tillit til allra stétta, kynflokka og landshluta, en án þess verða flestar lýsingar á Bandaríkja- mönnum sjaldnast annað en gagnslausar alhæfingar. Hér get ég aðeins borið á borð nokkrar vangaveltur og heila- brot. Sérhvert nútíma þjóðfélag einkennist af baráttu milli and- stæðra lífsmæta (values). Stundum er þessi barátta inni- falin í því siðgæðiskerfi, sem þjóðin viðurkennir. En meiru máli skiptir þó þegar hegðunin er í andstöðu við hugsjónir þjóð- félagsins. Hvert barn, sem vex upp, verður að horfast í augu við þessháttar andstöðu, og það er ætlast til þess af því, að það sigrist á henni. Það er óþarft að taka fram, að sá sigur verð- ur aldrei alger. Menn ímeigjast til að hefja eina hugsjón til vegs á kostnað annarrar. Og eftir þessu örlagaríka vali, þess- ari niðurröðun lífsmætanna, fer hegðun barnsins í framtíðinni. Það er einmitt í þessum vanda, sem bandarísk börn fá svo lít- inn stuðning frá umhverfi sínu til þess að velja sér lífsmæti, sem hafa í hávegum mannúð, samvinnu, menntun og önnur óefnisleg gæði. Þvert á móti virðist dollarinn vera það, sem allt er miðað við í Bandaríkjun- um. Slátrarar, menntamenn, tónsnillingar og skrifstofufólk gengur allt upp í þessum alls- herjar samnefnara. Peningar tákna manngildi og velgengni. Fjárskortur merkir misheppnað og einskis nýtt líf. Fyrst þessi hugsunarháttur er svo algengur í Bandaríkjun- um, er ekki að undra þótt æsku- lýðnum lærist brátt að taka meira tillit til athafna okkar en orða. Þetta bil á milli hugsjóna og hegðunar spillir æskufólkinu og ryður því brautina að boð- skap glæparitanna. Minnumst þess, að í glæparitunum hlýtur sá sterkasti og miskunnarlaus- asti sigurlaunin. Vegna þess að valdið er talið bezta tækið til þess að ná góðu markmiði, fær það gildi sem tæki, þó að ekki sé það markmið í sjálfu sér. Af þessu leiðir, að glæparitin verða barninu fyrirmynd þess, hvernig það geti leyst vanda- mál sín. Auk þess fær tilhneig- ing barnsins til þess að hugsa í öfgum stuðning frá hinum and- stæðu og öfgafullu sjónarmið- um, sem dynja á því. Og glæpa- ritin birta því vissulega einhliða öfgar. Einmitt það einkenni þeirra höfðar mjög til margra barna, sem eiga í andlegri bar- áttu. Frá fornu fari hefur það ver- ið hlutverk foreldra að innræta börnum sínum siðgæðismat. En í Bandaríkjunum er órðið harla erfitt að rækja þetta hlutverk. Mörg okkar vinna af þvílíku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.