Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 105
LÆKNIR I HVALVEIÐILEIÐANGRI
stökk upp úr sjónum 1 dauða-
teygjunum og sökk síðan í blóð-
litað löðrið.
„Þetta var Mark •— þetta er
eftirlætis íþróttin hans,“ sagði
Adamson. „Honum er bölvan-
lega við þessa hvali. Helming-
urinn af hvölunum sem við veið-
um, eru stórskaddaðir eftir þá.
Þeir rífa úr þeim tunguna og
stórar flyksur af spikinu. Nú
er Mark ánægður, úr því að
honum tókst að lóga einum af
þeim.“
Það var komið fram undir
morgun, þegar búið var að skera
síðasta hvalinn. Sjó var dælt á
þilfarið, til þess að skola burt
blóðið og óþverrann. Þeir
hundrað menn, sem höfðu unn-
ið við hvalskurðinn, fóru niður
í klefa sína, þreyttir og þögul-
ir.
Slátruninni var lokið og það
var eins og skipið væri mann-
laust og yfirgefið. En áður en
ég fór niður, heyrði ég annað
riffilskot frá stjórnpallinum, og
þá vissi ég, að einn maður var
að minnsta kosti vakandi, og
að hann var að ná sér niðri á
illhvelunum.
I Suðuríshafinu er algeng
sjón að sjá 20 til 30 hafísjaka
í nánd við skipið. Enda þótt ís-
inn sjáist ekki vegna þoku eða
óveðurs, kemur hann fram á
ratsjánni í allt að 30 mílna f jar-
lægð. Mark hafði séð hafísjaka,
sem voru 35 sinnum 10 mílur
að ummáli, og 100 fet á hæð,
ÍOS
en sumir jakar eru miklu stærri.
Hann sagði, að bezta ráðið
til að ná í góðar ljósmyndir
af hafísjökum, væri að láta ís-
mola í baðkerið sitt og taka
myndir af þeim þar. Jakarnir
eru yfirleitt flatir að ofan, því
að þeir eru aðeins hluti af ís-
hellunni, sem hylur Suðurheim-
skautslöndin.
Eg spurði Mark hvort mörg
skip færust í ísnum núorðið.
„Fáein verksmiðjuskip hafa
farizt,“ sagði hann, „og hvert
félag missir oft einn eða tvo
hvalveiðibáta á vertíðinni. Við
misstum einn í hitteðfyrra, og
annan árið þar áður.“
Ég ræddi oft við Mark og
aðra skipverja um hætturnar,
sem eru samfara hvalveiðum nú
á tímum, og um hvalveiðarnar
eins og þær gerðust í gamla
daga, þegar menn skutluðu
hvalina úr opnum bátum. Þeir
voru á einu máli um það, að þó
að dregið hefði úr hættunum á
sumum sviðum, hefðu þær auk-
izt á öðrum.
Tökum til dæmis skipin í
hvalveiðiflotanum: Verksmiðju-
skipið, þessi stóri og klunna-
legi járnkláfur, var engan-
veginn örugg fleyta; yfir-
mennirnir kváðust heldur vilja
vera á gamaldags barkskipi, ef
eitthvað væri að veðri. En á
hinn bóginn höfum við ratsjá,
bergmálsdýptarmæli og full-
komin slökkvitæki um borð.
Hvalveiðibátarnir og litlu
skipin voru um það bil helm-