Úrval - 01.06.1955, Side 80
Þjóðhættir í ljósi mannfræðinnar
Grein úr „Scientific American",
eftir Edward T. Hall, Jr.
Höfundur, sem er Bandaríkjamaður, gerir samanburð á sið-
um og háttmn þjóðar sinnar og annarra þjóða, sem búa við
ólíka menningu og leggur áherzlu á hve mikilvœgt sé til skiln-
ings þjóða i milli, að þeir sem starfa meðal framandi þjóða
þekki til hlýtar hugsunarhátt og siði gistiþjóða sinna.
ARABÍSKUR sendifulltrúi,
sem nýlega kom til Banda-
ríkjanna frá heimalandi sínu,
var boðinn í veizlu, sem stóð
í nokkra klukkutíma. Þegar
hann kom úr veizlunni hitti
hann landa sinn fyrir utan og
stakk upp á, að þeir fengju sér
eitthvað að borða, því að hann
væri glorsoltinn. Landi hans,
sem hafði dvalið lengur í Banda-
ríkjunum, hló og sagði: „En
Habib, vissirðu ekki, að ef þú
segir „nei, þakka yður fyrir,“
þá er það tekið bókstaflega."
1 löndum Araba er það sjálf-
sögð kurteisi að neita nokkrum
sinnum því sem manni er boð-
ið og gestgjafinn heldur áfram
að bjóða. Þessvegna hættir
Ameríkumönnum, sem fyrst
koma til Arabaríkis, til að
borða sér til óbóta þar sem þeir
eru gestir.
Þegar fræðslukvikmynd um
heilsuvernd var nýlega sýnd í
Indlandi, hneyksluðust ind-
verskar konur á því að sjá ung-
barn baðað í litiu baðkeri. Þeim
fannst furðulegt, að nokkur
skyldi láta sér detta í hug að
baða ungbarn í stöðnu (ekki
rennandi) vatni. Ameríkumenn
í íran læra fljótt að varast að
tala um augnalit ungbarna,
því að móðirin verður þá að
borga fyrir að fá hið „illa auga“
fjarlægt. Þeir læra einnig, að
í Miðausturlöndum má ekki
rétta hlut með vinstri hendi, af
því að hún er óhrein.
Þessi dæmi eiga að sýna, hve
siðir þjóða eru margvíslegir og
ólíkir. Ef þeir væru það ekki,
mundi áreiðanlega vera minna
um móðganir og misskilning í
samskiptum þjóða. Siðir þjóða
eru spegilmynd af menningu
þeirra. Því miður eru margir
hinna mikilvægustu þeirra
óáþreifanlegir: Þeir eru aðeins
eitthvað, sem maður rennir
grun í, finnur á sér, en eru
hvergi skráðir eða skýrðir.