Úrval - 01.06.1955, Side 82
-30
ÚRVAL.
rískar konur, sem búa í Suður-
• ameríku, kvarta undan því hve
miklir ,,geimar“ íbúðir og her-
bergi séu þar. Aftur á móti
kvarta þeir Bandaríkjamenn,
sem koma til Miðausturlanda,
um þrengsli í húsum og al-
menningsvögnum. Allstaðar þar
sem við förum virðist olnboga-
rúmið óeðlilegt.
Einn starfsbróðir minn lenti
í snjóbyl þegar hann var á
ferð með félögum sínum í fjöll-
um Líbanons. Þeir komu að bæ
og beiddust gistingar. I bæn-
um var aðeins eitt herbergi. I
stað þess að dreifa gestunum
um herbergið, kom húsbónd-
inn þeim fyrir næst rúmflet-
inu þar sem hann svaf með
konu sinni — svo nærri að þeir
snertu næstum hjónin. Þetta
var siður þar í landi, annað
hefði verið ókurteisi. Við
Bandaríkjamenn erum mjög
viðkvæmir fyrir þrengslum og
snertingu; í almenningsvögnum
og lyftum forðumst við eftir
mætti að snerta aðra. Álit okk-
ar á mönnum, sem í þrengsl-
um eru kærulausir fyrir því þó
að þeir snerti aðra, nuddist
jafnvel upp við þá, er þann veg
háttað, að lýsing á því mundi
naumast prenthæf. Það tekur
okkur mörg ár að venja börn-
in okkar á að hnoðast ekki ut-
an í okkur. Við segjum þeim
að þau eigi að standa rétt, að
það sé dónalegt að hengslast,
að þau eigi ekki að kássast ut-
an í okkur, eða „anda niður á
hálsinn á okkur.“ Þau læra
þetta smátt og smátt. Þegar við
Ameríkumenn erum komnir á
tektarárin, getum við sagt
hvers eðlis samband er milli
karls og konu af því hvernig
þau ganga eða sitja saman.
I Suðurameríku þar sem
snerting milli fólks er algeng-
ari og rúmeiningin virðist
minni, eru hinir rúmgóðu,
bandarísku bílar ekki vinsælir.
Fólkið veit ekki hvar það á að
sitja. Bandaríkjamönnum fell-
ur illa hve Suðurameríkumenn
standa nærri þeim þegar þeir
tala við þá. En Suðurameríku-
menn kvarta á hinn bóginn yf-
ir því, að Bandaríkjamenn séu
retraídos — hlédrægir og fá-
skiptnir.
Athyglisvert er, að hvorugur
aðilinn virðist raunverulega
gera sér grein fyrir hvað sé að.
Þeir finna aðeins til einhverra
óljósra óþæginda. Þegar Suður-
ameríkumaðurinn færir sig nær
og Bandaríkjamaðurinn hörfar
undan, gremst. báðum án þess
þeir viti af hverju.
Mismunandi tímaskyn er ann-
að atriði, sem við gerum okkur
ekki grein fyrir. Persar, til
dæmis, læra ekki að líta sömu
augum á stundvísi og óstund-
vísi og við. Almennt séð er
okkur þetta ljóst, en við ger-
um okkur ekki grein fyrir, að
sjálft tímakerfi þeirra er í
verulegu tilliti frábrugðið okk-
ar. Þeir leggja blátt áfram ann-
að mat á tímaeiningarnar en við.