Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 42
40
ÚRVAL
og er. Sannleikann. Ef maður
er stoltur af því sem maður
hefur gert og þeirri velgengni
sem manni hefur hlotnast, af
hverju á maður þá að gera lítið
úr því?
Fr.: Maður þarf heldur ekki
að vera rembilátur þessvegna.
Það er líklega það sem menn
óttast.
B.: Já, en það er annað mál.
Mér finnst ég ekki rembilát. Ég
fyllist alltaf innilegu þakklæti,
og þegar maður kennir þakk-
lætis og auðmýktar gagnvart
starfi sínu og óumræðilegrar
gleði, eins og ég kenni í hvert
skipti sem ég fæ hlutverk er
veitir mér tækifæri til sköpunar,
þá getur varla verið um dramb
að ræða.
Fr.: Það er ekki algengt, að
listamaður taki upp vörn fyrir
sjálfan sig í starfi sínu, þess-
vegna held ég að þér hljótið
að skilja þá menn, sem líkt er
ástatt um og geta ekki svarað
fyrir sig þegar á þá er ráðist.
B.: Já, það er ójafn Ieikur.
Einkum þegar menn atvinnu
sinnar vegna eða af öðrum á-
stæðum geta ekki svarað fyrir
sig. Ég fann auðvitað sérstak-
lega til þess þegar ég leysti frá
skjóðunni í Konserthúsinu. En
í sambandi við það vil ég einnig
leggja áherzlu á, að eftir þann
atburð hef ég fengið ótal mörg
bréf. Ég hef ekki getað þakkað
fyrir þau, ég get blátt áfram
ekki þakkað öllum, sem hafa
skrifað mér hvaðanæva af land-
inu og einnig utan úr heimi.
En það er einkum sænska
þjóðin, sem ég vil nú flytja
hjartanlegustu þakkir mínar
fyrir öll þau vinsamlegu bréf
sem ég hef fengið. Og öll þau
blóm, sem mér hafa verið send,
til gistihússins og til leikhúss-
ins, hafa verið mér svo dásam-
legur vottur um vinarhug, að ég
fer frá Svíþjóð með fagrar
minningar og innilegt þakklæti
í huga til þeirra áhorfenda, sem
ég á hér enn.
0-0-0
BORÐBÆNIN.
Það var óbærilega heitur dagur og við höfðum gesti til kvöld-
verðar. Þegar við vorum sezt við borðið, bað ég f jögra ára dótt-
ur mína um að fara með borðbænina.
Hún varð vandræðaleg og sagði: ,,Já, en mamma, ég veit
ekki hvað ég á að segja.“
„Segðu bara það, sem þú hefur heyrt mig segja,“ sagði ég.
Hún laut höfði og sagði skýrt og hátt: „Ó, guð minn góður;
af hverju var ég að bjóða þessu fólki í svona hita?“
•— E. C. James.