Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 3
REYKJAVlK
3. HEFTI 1955
a
14. ÁRGANGUR
Hugleiöingar á 150 ára afmæii H. C. Andersens.
Grein úr „Dialog“,
eftir Werner Thierry.
Það er óþarft að lcynna H. C. Andersen íslenzkum lesendum í
löngu máli. Ævintýri hans, eða blóminn úr þeim, hafa verið eign
þjóðarinnar um áratugaskeið í snilldarþýðingu Steingríms skálcls
Thorsteinssonar. 1 stað œvisöguágrips eða kynningar birtir Úrval
hér hugleiðingar dansks bókmenntamanns um skáldið og samtið
þess, og síðan eitt af œvintýrum þess i þýðingu Steingríms.
Þess má geta, að meðal Islendinga í Höfn naut Andersen snemma
vinsoelda. Gtímur Thomsen skrifaði vinsamlega um hann áður en
landar hans höfðu lcert að meta hann og tók jafnan svari hans.
Minnist Andersen í sjálfscevisögu sinni Gríms með þakklæti. Jónas
Hallgrímsson hafði einnig frá því fyrsta hinar mestu mœtur á œvin-
týrum Andersens. Alkunnugt er hið snilldarlega œvintýri Jónasar
„Leggur og skel“, sem er stœling á œvintýri Andersens „Kœr-
estefolkene“. „Látið hann Dresa minn í friði“, var orðtœki Jónasar,
þegar hann heyrði landa sína skopast að Andersen eða hallmcela
honum. — Andersen fœddist í Odense 2. apríl 1805. og lézt í Kaup-
mannahöfn 4. ágúst 1875.
SPRUNGNI töfraspegillinn,
sem kemur atburðunum af
stað í ævintýrinu Snœdrottning-
in, er snjallasta líkingarmynd
H. C. Andersens og sú sem oft-
ast er vitnað í. En jafnframt er
hann ágæt mynd af list hans
sjálfs. Töfraspegill hans er
náttúrlega margbrotnari að
gerð en spegillinn í ævintýrinu,
sem sýnir blátt áfram allt, „sem
ekki var gagn í og ljótt ásýn-
is“. Hann endurspeglar heim-
inn, oft í furðulega skýrri mynd
og óvæntri fegurð, en í mynd-
inni er næstum alltaf einhver
ókyrrð, einhver sálartitringur
undir spegilfögru yfirborðinu.