Úrval - 01.06.1955, Side 17

Úrval - 01.06.1955, Side 17
SKUGGINN 15 mælti skugginn, sem nú var í raun réttri orðinn herra hins; ,,það er sérlega hispurslaust og góðgjarnlega talað af yður, og ég ætla þá aftur á móti að vera eins góðgjarn og hispurslaus i svörum. Þér eruð svo lærður maður, að þér vit- ið víst, hvað náttúran er stundum undarleg. Sumar manneskjur þola ekki að snerta á grápappír, þeim verður óglatt af því; sumum ýskrar gegnum alla limi, ef nagla er núið við glerrúðu. Eitthvað líka tilfinningu hef ég, þegar ég heyri yður þúa mig, mér finnst, eins og mér sé þrýst niður í fyrri stöðu mína, þegar ég var hjá yður. Þér sjáið sjálfur, að Jietta er eðlileg tilfinning mín, en alls ekki drembilæti. Ég get ekki lofað yður að þúa mig, en J)að er velkomið að ég þúi yður, og er þá beiðnin veitt að hálfu leyti.“ Og nú þúaði skugginn fyrr- verandi herra sinn. ,,Nú kastar þó tólfunum,“ hugsaði lærði maðurinn með sér, ,,að ég verð að þéra hann, en hann þúar mig.“ Honum tjáði nú samt ekki annað en að sætta sig við það. Eftir þetta komu þeir til bað- staðar, þar sem fjöldi aðkom- enda var fyrir, þar á meðal kóngsdóttir ein yndisfögur, sem haldin var af þeim kvilla, að hún sá of vel, en það getur valdið hjartveiki. Hún varð undir eins vör við, að þessi herra, sem nú var kom- inn, var af allt öðru tagi en allir hinir. „Hann ætlar að dveljast hér til þess að fá skeggið til að vaxa, segja þeir, en ég sé sönnu orsökina til þess: hann getur ekki látið bera af sér skugga.“ Forvitnin var vöknuð hjá henni, og því gaf hún sig óð- ara á tal við þennan ókunna herra á skemmtigöngusvæðinu. Hún var kóngsdóttir og þurfti ekki að hafa á því margar sveiflur, og því sagði hún: ,,Ég veit hvað að yður gengur, þér getið ekki látið bera af yður skugga.“ „Yðar konunglega hátign hlýtur að vera á batavegi,“ mælti skugginn. „Ég veit, að yðar meinsemd er í því fólgin, að þér sjáið alltof vel, en hún er í rénum. Þér eruð orðnar góðar. Ég hef, skal ég segja yð- ur, alveg óvenjulegan skugga; sjáið þér ekki þessa persónu, sem alltaf gengur með mér? Aðrir hafa algenga skugga, en mér er nú ekki mikið gefið um þetta algenga. Maður lætur þjóninn sinn fá fínna klæði í gervið sitt en maður hefur sjálf- ur í sín eigin föt, og eins er það, að ég hef enda dubbað upp skuggann minn 1 manns- mynd; já meira að segja, ég hef gefið honum skugga eins og þér sjáið. Það er mjög kostn- aðarsamt, en ég er nú reyndar svo gerður, að ég vil hafa eitt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.