Úrval - 01.06.1955, Page 48

Úrval - 01.06.1955, Page 48
Frakkneski heimspekingurinn Michei de Montaigne. Eftir Símon Jóh. Ágústsson. FRÆGT spakmæli eftir Tómas frá Akvinó hljóðar svo: Timeo hominem unius libri, ég óttast mann einnar bókar, og er þar átt við að maður, sem hef- ur til fullnustu tileinkað sér eina bók, sé ekkert lamb að leika sér við. Maður sá, sem sagt verður örlítið frá í þessu greinarkorni, var raunar mikill bókaormur, en hann var samt einnar bókar maður í þeim skilningi, að hann ritaði ein- ungis eina bók á ævinni, hana að vísu stóra. Hann hét fullu nafni Michel Eyquem, Seigneur de Afontaigne. Hann fæddist í Montaigne-höllinni í Perigord- héraði í Suður-Frakklandi hinn 28. febrúar árið 1533. Faðir hans var fiskikaupmaður, brezk- ur að langfeðrakyni að því að talið er. Græddist honum morð fjár og keypti hann fyrr nefnda aðalsmannahöll og lönd þau, er til hennar lágu, var síðan aðlað- ur og varð þar með Seigneur de Montaigne. Þessi fiskikaup- maður, sem hóf sjálfan sig og ætt sína þannig til virðingar, var mjög mikilhæfur og merk- ur maður og sparaði hann ekk- ert til þess að sonur hans hlyti sem bezta menntun. Þá ríkti fornmenntastefnan í almætti sínu, og var hver sá maður tal- inn ómenntaður, sem kunni ekki allvel latínu og helzt nokkuð í grísku. Hinn athuguli fiskikaup- maður, sem kunni sjálfur ekki eitt orð í latínu, hafði tekið eftir því að ungmenni þurftu að verja geysitíma til latínunáms, og það sem verra var: mörg þeirra urðu ávallt lélegir latínumenn, þrátt fyrir góða ástundun. Hann hafði einnig veitt því athygli, að á 4—5 fyrstu æviárunum læra öll heilvita börn móðurmál sitt fyrirhafnarlítið. Hann ráð- færði sig við vitra vini sína, og þegar sonur hans var ný- fæddur, ákvað hann að kenna honum latínu með spánnýrri að- ferð, og er mér ekki kunnugt um, að latína sem dautt mál hafi verið kennd nokkru barni á þennan hátt, hvorki fyrr né síðar. Hann réð til sín spreng- lærðan þýðverskan latínugrána til þess að annast uppeldi son- ar síns svo að segja frá fæðingu. Honum fylgdu tveir aðrir góð- ir þýzkir latínumenn, þótt þeir væru ekki meistaranum jafn- snjallir. Þeir skyldu einungis tala latínu við sveininn hann mátti ekki heyra eitt franskt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.