Úrval - 01.06.1955, Side 99
LÆKNIR 1 HVALVEIÐILEIÐANGRI
9 r
upp á þilfar og fór að athuga
skutulslínuvinduna. Annar
stýrimaður og tveir hásetar
komu líka upp með stýrurnar í
augunum og tóku að reyna byss-
una á hvalbaknum og greiða
línuna.
Ég leit aftur í áttina til
hvalavöðunnar og nú sá ég
vatnsstrókana frá þeim, og öðru
hvoru kom ég auga á dökkar
þústir í sjónum undir strókun-
um. Angus stóð við stýrið og
talaði í sífellu við sjálfan sig:
„Þessir tveir eru áreiðanlega
milli áttatíu og nítíu fet. Þessi
á bakborða er líklega móðir með
unga.“
Nú tók Þór sjálfur við stýr-
inu. Það var tilgangslaust að
reyna að laumast að hvölunum.
Hávaðinn frá skipsskrúfunni
myndi heyrast í margra mílna
fjarlægð. Markmið Þórs var að
komast í skotfæri — 15 til 30
metra — áður en hvalirnir yrðu
okkar varir og legðu á flótta.
Þegar við vorum að komast
í skotfæri, lét Þór Angus gamla
taka við stjórninni, en hljóp
sjálfur fram á til byssunnar.
Byssan var hlaðin með sex feta
löngum og 100 kg. þungum
skutli. Sprengikúlan var fest við
odd skutulsins, og átti hún að
springa þrem sekúndum eftir að
hann hæfði markið.
Þór stóð hjá byssunni og
stjórnaði hraða og stefnu skips-
ins með því að gefa merki með
höndunum og hrópa. Þegar við
færðumst nær, sá enginn
hvalinn nema hann. Við áhorf-
endurnir, sem stóðum fyrir aft-
an Þór, sáum aðeins hvernig
bakhluti hans gekk upp og nið-
ur af æsingi, þegar hann var
að miða byssunni. Ég skemmti
mér við það, að hlusta á orð-
bragð hans.
I sænsku og norsku eru ekki
nema fáein blótsyrði, og þau
heldur meinlítil, og þess vegna.
greip Þór til skozkublendings*.
Hann bölvaði stýrimanninum.,
Stýrimaðurinn bölvaði á móti,.
og gaf sér auk þess tóm tiÉ
að bölsótast út í Angus gamla,
á stjórnpallinum og drenginn,
í varðturninum. Vélstjórinn við
vinduna lét blótsyrðin rigna yf-
ir allt og alla.
Skyndilega gekk bakhluti
Þórs upp og niður af enn meiri
æsingi en áður, skot kvað við>
— og hvalurinn, sem allir virt-
ust vera búnir að gleyma, barð-
ist um í sjónum um 15 metra frá,
skipinu. Skutullinn hafði hæft:
hann rétt hjá bakugganum. I
sömu andrá heyrðum við hvell-
inn í sprengikúlunni.
Stundum drepast hvalirnir-
strax, en oftar þjóta þeir af"
stað ofansjávar eða kafa. Þessi
hvalur var ,,kafari“, og nælon-
línan rann út af stafni skipsins:
með ofsahraða.
Síðan hófust átökin milli
hvalsinsogskipsins,og þau voru
ekki ósvipuð því, þegar fiskur
er veiddur á stöng. ,,Fiskurinn,“
sem hér um ræðir, er að stærð.
og þunga eins og meðal stór-