Úrval - 01.06.1955, Side 39

Úrval - 01.06.1955, Side 39
tJTVARPSVIÐTAL VIÐ INGRID BERGMAN 37 Gösta Ekman sagði við mig þeg- ar ég byrjaði. Við lékum saman í Swedenhielm og hann sá einn morguninn þegar ég kom, að ég hafði grátið. Hann spurði mig hvað væri að, og þegar ég sagði honum, að það hefði verið skrif- að ljótt um mig í blaði — ég er búin að gleyma nú hvað það var — þá hló hann og sagði: „Mundu það alla ævi, að aðal- atriðið er, að skrifað sé um þig, sama hvað er, bara að eitt- hvað sé skrifað. Þú átt að vera þakklát fyrir það.“ Ég hef oft átt erfitt með að vera alltaf þakklát fyrir það, sem skrifað er um mig, en það er sjálfsagt rétt, að þann dag sem hætt er að skrifa um mann er maður búinn að vera. Fr.: Sú byrði, sem á yður hvíldi í sambandi við skilnað- inn, þegar augu alls heimsins hvíldu á yður og blöðin skrifuðu um yður og allir töluðu um yð- ur, hún hlýtur að hafa verið geysiþung. ^ B.: Já, ég get ekki hugsað mér neitt verra. Lífið heimtar sín gjöld fyrir allt, og stundum finnst manni gjaldið mjög hátt. Manni finnst ekki til of mikils ætlast að fólk sýni svolítið meiri tillitssemi þegar svona stendur á, svolítið meiri skiln- ing. Því að það er ekki svo að hér sé um einsdæmi að ræða. Margir hafa lent í sömu ógæfu, en það er ekki skrifað um það í blöðin, af því að það eru ekki frægar persónur, sem eiga hlut að máli. Ég kvarta þó ekki svo mjög sjálfrar mín vegna, en það sem átakanlegast og ranglátast er af öllu og sem maður óskar að fólk vildi hafa í huga, er það hvað börnin manns verða að þola og allir ættingjar og aðrir sem ekki eru beinir málsaðilar. Það er ekki skemmtilegt fyrir þá að heyra og lesa allt sem um mann er sagt og skrifað. Og oftast er fæst af því, sem skrif- að er, satt, það komast allskon- ar gróusögur á kreik í sambandi við svona hneykslismál. Á hverjum degi kemur eitthvað nýtt, ein lygin annarri meiri. Allt þetta fær meira á aðstand- endur manns en mann sjálfan, og kannski tekur mann einmitt það sárast. Fr.: Hvaðan fenguð þér kjark til að ganga í gegnum þetta ? B.: Kjark og kjark. Það er víst bara að þrauka. Maður verður að ganga í gegnum þetta. Það er eins og brú milli tveggja árbakka. Maður verður að fara yfir brúna, og svo leggur maður af stað. Það er kannski ekki svo mikil kjarkur innanborðs. En einhvernveginn kemst maður yfir, og svo hafði ég að minnsta kosti einn, sem stóð við hlið mér og hjálpaði mér. Fr.: En ekki eru öll skrifin eins. Það er líka til alvarleg listgagnrýni, og svo virðist sem sumir telji, að þér hafið ein- mitt snúizt gegn henni. B.: Nei, það hef ég aldrei gert. Það vona ég, að menn hafi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.