Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 39
tJTVARPSVIÐTAL VIÐ INGRID BERGMAN
37
Gösta Ekman sagði við mig þeg-
ar ég byrjaði. Við lékum saman
í Swedenhielm og hann sá einn
morguninn þegar ég kom, að ég
hafði grátið. Hann spurði mig
hvað væri að, og þegar ég sagði
honum, að það hefði verið skrif-
að ljótt um mig í blaði — ég
er búin að gleyma nú hvað það
var — þá hló hann og sagði:
„Mundu það alla ævi, að aðal-
atriðið er, að skrifað sé um
þig, sama hvað er, bara að eitt-
hvað sé skrifað. Þú átt að vera
þakklát fyrir það.“ Ég hef oft
átt erfitt með að vera alltaf
þakklát fyrir það, sem skrifað
er um mig, en það er sjálfsagt
rétt, að þann dag sem hætt er
að skrifa um mann er maður
búinn að vera.
Fr.: Sú byrði, sem á yður
hvíldi í sambandi við skilnað-
inn, þegar augu alls heimsins
hvíldu á yður og blöðin skrifuðu
um yður og allir töluðu um yð-
ur, hún hlýtur að hafa verið
geysiþung. ^
B.: Já, ég get ekki hugsað
mér neitt verra. Lífið heimtar
sín gjöld fyrir allt, og stundum
finnst manni gjaldið mjög hátt.
Manni finnst ekki til of mikils
ætlast að fólk sýni svolítið
meiri tillitssemi þegar svona
stendur á, svolítið meiri skiln-
ing. Því að það er ekki svo að
hér sé um einsdæmi að ræða.
Margir hafa lent í sömu ógæfu,
en það er ekki skrifað um það
í blöðin, af því að það eru ekki
frægar persónur, sem eiga hlut
að máli. Ég kvarta þó ekki svo
mjög sjálfrar mín vegna, en það
sem átakanlegast og ranglátast
er af öllu og sem maður óskar
að fólk vildi hafa í huga, er
það hvað börnin manns verða að
þola og allir ættingjar og aðrir
sem ekki eru beinir málsaðilar.
Það er ekki skemmtilegt fyrir
þá að heyra og lesa allt sem um
mann er sagt og skrifað. Og
oftast er fæst af því, sem skrif-
að er, satt, það komast allskon-
ar gróusögur á kreik í sambandi
við svona hneykslismál. Á
hverjum degi kemur eitthvað
nýtt, ein lygin annarri meiri.
Allt þetta fær meira á aðstand-
endur manns en mann sjálfan,
og kannski tekur mann einmitt
það sárast.
Fr.: Hvaðan fenguð þér kjark
til að ganga í gegnum þetta ?
B.: Kjark og kjark. Það er
víst bara að þrauka. Maður
verður að ganga í gegnum þetta.
Það er eins og brú milli tveggja
árbakka. Maður verður að fara
yfir brúna, og svo leggur maður
af stað. Það er kannski ekki svo
mikil kjarkur innanborðs. En
einhvernveginn kemst maður
yfir, og svo hafði ég að minnsta
kosti einn, sem stóð við hlið mér
og hjálpaði mér.
Fr.: En ekki eru öll skrifin
eins. Það er líka til alvarleg
listgagnrýni, og svo virðist sem
sumir telji, að þér hafið ein-
mitt snúizt gegn henni.
B.: Nei, það hef ég aldrei
gert. Það vona ég, að menn hafi