Úrval - 01.06.1955, Side 16
14
ÚR VAL
inn hirðir um að heyra slíkt.
Ég er hreint að örvílnast, því
ég tek mér þetta svo nærri.“
„En það geri ég ekki,“ sagði
skugginn, ,,ég er alltaf að fitna,
og það á maður að gera sér
far um. Já, þér hafið ekki vit
á veraldlegum efnum. Yður ger-
ir ekki nema að hraka. Þér
þurfið að ferðast. Ég ætla að
ferðast í sumar; viljið þér vera
með ? Ég vildi hafa einhvern
með mér til samlætis; viljið
þér slást með í ferðina sem
skuggi ? Það skal vera mér
sönn ánægja að hafa yður með
mér. Ég borga ferðina!
„Það er nokkuð langt farið,
að ætlast til þess af mér,“ sagði
lærði maðurinn.
„Það er nú eins og það er
virt,“ mælti skugginn, „þér
munuð hafa mjög gott af því
að ferðast. Ef þér viljið vera
skugginn minn, þá skuluð þér
fá allt ókeypis á ferðinni.“
„Það væri þó ótækur skolli,“
sagði lærði maðurinn.
„En svona er nú veröldin,"
mælti skugginn, „og svona mun
hún verða,“ og þar með fór
hann.
Lærða manninum leið alls
ekki vel, hryggð og leiðindi
fylgdu honum hvervetna, og
hvað sem hann sagði um hið
sanna og hið góða og hið fagra,
þá var það fyrir flesta eins og
perlur fyrir svín. — Að síðustu
varð hann alveg sjúkur.
„Þér eruð orðinn hreint eins
og skuggi,“ sögðu menn, og það
fór eins og hrollur um lærða
manninn, því hann hugsaði
margt.
„Þér verðið að ferðast til
baðstaðar," sagði skugginn, er
hann kom að vitja hans, „ann-
að tjáir ekki. Ég skal taka yð-
ur með mér upp á gamlan kunn-
ingsskap; ég borga ferðina, og
þér semjið ferðasöguna og er-
uð mér svona ögn til skemmt-
unar á leiðinni. Ég ætla til bað-
staðar. Skeggið vill ekki vaxa
á mér almennilega, það er líka
sjúkdómur fyrir sig, og skegg
verður maður þó að hafa. Látið
yður nú segjast og þiggið boð-
ið, við ferðumst svo sem aðrir
lagsbræður.”
Og svo varð það úr, að þeir
ferðuðust. Var þá skugginn
herra og herrann skuggi; þeir
óku, riðu og gengu saman,
hvor við annars hlið, og fór
það eftir því, sem sól var á
lofti, hvor á undan var eða eft-
ir; skugginn var ætíð viss með
að vera þar, sem herranum
byrjaði að vera, en ekki var
lærði maðurinn neitt að fást
um það. Hann var hjartabezti
maður og ljúfmennskan sjálf,
og því var það, að hann ein-
hvern dag sagði við skuggann:
„Fyrst við nú erum orðnir lags-
bræður á þessu ferðalagi og
höfum vaxið upp saman frá
blautu barnsbeini væri þá ekki
réttast að við drykkjum dús,
það er eitthvað meiri vináttu-
bragur á því?“
„Þarna segið þér nokkuð,“