Úrval - 01.06.1955, Síða 98
'dG
ÚRVAL
, ,Halló! Verksmiðjuskip!
Númer eitt talar. Góðan dag,
Mark. Ef þig langar að fá frétt-
ir af hvölum, þá er þetta rétti
tíminn. Við erum einmitt að
elta búrhval núna — við verð-
um ef til vill búnir að skutla
hann eftir nokkrar mínútur.“
Það heyrðist urg og suð í
tækinu, en svo heyrðum við
rödd stýrimannsins á hvalveiði-
bátnum.
„Halló! Verksmið juskip!
Númer eitt kallar! Við erum
húnir að skutla hvalinn. Það er
stór búrhvalur. Margir hvalir á
þessu svæði.“
„Bráðum færðu að sjá fyrsta
hvalinn, læknir,“ sagði Mark.
Hann leit á sjókortið og átta-
vitann og athugaði hraðann á
vegmælinum. Síðan tók hann
símann og tilkynnti yfirvél-
stjóranum með óþvegnum orð-
um, að það væri hans sök ef
við hefðum ekki innbyrt hval
fyrir kvöldið.
*
Fyrstu hundrað hvalirnir sem
ég sá, voru dauðir, því að í
hvert skipti sem ég ætlaði í
leiðangur með hvalveiðibát,
lenti einhver skipsmaðurinn
með löppina í vél, og það tók
langan tíma að gera að sárun-
um. En loks rann upp sú stund
að ég stóð við hliðina á Þór
á stjórnpalli hvalveiðibátsins,
sem sigldi í suðurátt gegnum
rekísinn.
Stjórnpallurinn er opinn á
alla vegu, því að erfiðara er að
greina hvalablástur í fjarlægð
ef horft er í gegnum gler. Þór
hélt báðum höndum um stjóm-
pallsriðið eins og það væri stýr-
ishjól, og enda þótt stýrimaður-
inn fyrir aftan hann fylgdi öll-
um skipunum hans, var engu
líkara en Þór sjálfur rykkti
skipinu til og frá, þegar við vor-
um að þræða vakirnar milli ís-
jakanna.
,,Sá, sem getur ekið leigubíl í
New York, á auðvelt með að
stjórna hvalveiðibát," sagði
hann.
Hann fór til sjós, af því að
honum fannst ekki nógu ævin-
týralegt að aka leigubíl.
,,Ég lærði skipstjórn á litlum,
hraðskreiðum skipum, sem
sigldu að næturlagi milli Ber-
muda og Bandríkjanna.“
,,Þú hefir verið að smygla
rommi,“ sagði ég.
„Það var að minnsta kosti
góður undirbúningur fyrir hval-
veiðara," svaraði hann.
Rétt á eftir rak norski létta-
drengurinn, sem var á verði í
siglutrénu, upp óp: „Hvalur!
Hvalur!“ Ég kom ekki auga á
neltt, en Angus gamli, sem stóð
við stýrið, starði stöðugt á
stjórnborða og sagði eftir
nokkra stund: „Það eru steypi-
reyðar. Þær eru f jórar og stefna
í suðaustur. Við verðum búnir
að hækka hlutinn okkar í
kvöld"
Hvalveiðibáturinn sveigði á
stjórnborða og jók hraðann upp
í 15 hnúta. Yfirvélstjórinn kom