Úrval - 01.06.1955, Side 98

Úrval - 01.06.1955, Side 98
'dG ÚRVAL , ,Halló! Verksmiðjuskip! Númer eitt talar. Góðan dag, Mark. Ef þig langar að fá frétt- ir af hvölum, þá er þetta rétti tíminn. Við erum einmitt að elta búrhval núna — við verð- um ef til vill búnir að skutla hann eftir nokkrar mínútur.“ Það heyrðist urg og suð í tækinu, en svo heyrðum við rödd stýrimannsins á hvalveiði- bátnum. „Halló! Verksmið juskip! Númer eitt kallar! Við erum húnir að skutla hvalinn. Það er stór búrhvalur. Margir hvalir á þessu svæði.“ „Bráðum færðu að sjá fyrsta hvalinn, læknir,“ sagði Mark. Hann leit á sjókortið og átta- vitann og athugaði hraðann á vegmælinum. Síðan tók hann símann og tilkynnti yfirvél- stjóranum með óþvegnum orð- um, að það væri hans sök ef við hefðum ekki innbyrt hval fyrir kvöldið. * Fyrstu hundrað hvalirnir sem ég sá, voru dauðir, því að í hvert skipti sem ég ætlaði í leiðangur með hvalveiðibát, lenti einhver skipsmaðurinn með löppina í vél, og það tók langan tíma að gera að sárun- um. En loks rann upp sú stund að ég stóð við hliðina á Þór á stjórnpalli hvalveiðibátsins, sem sigldi í suðurátt gegnum rekísinn. Stjórnpallurinn er opinn á alla vegu, því að erfiðara er að greina hvalablástur í fjarlægð ef horft er í gegnum gler. Þór hélt báðum höndum um stjóm- pallsriðið eins og það væri stýr- ishjól, og enda þótt stýrimaður- inn fyrir aftan hann fylgdi öll- um skipunum hans, var engu líkara en Þór sjálfur rykkti skipinu til og frá, þegar við vor- um að þræða vakirnar milli ís- jakanna. ,,Sá, sem getur ekið leigubíl í New York, á auðvelt með að stjórna hvalveiðibát," sagði hann. Hann fór til sjós, af því að honum fannst ekki nógu ævin- týralegt að aka leigubíl. ,,Ég lærði skipstjórn á litlum, hraðskreiðum skipum, sem sigldu að næturlagi milli Ber- muda og Bandríkjanna.“ ,,Þú hefir verið að smygla rommi,“ sagði ég. „Það var að minnsta kosti góður undirbúningur fyrir hval- veiðara," svaraði hann. Rétt á eftir rak norski létta- drengurinn, sem var á verði í siglutrénu, upp óp: „Hvalur! Hvalur!“ Ég kom ekki auga á neltt, en Angus gamli, sem stóð við stýrið, starði stöðugt á stjórnborða og sagði eftir nokkra stund: „Það eru steypi- reyðar. Þær eru f jórar og stefna í suðaustur. Við verðum búnir að hækka hlutinn okkar í kvöld" Hvalveiðibáturinn sveigði á stjórnborða og jók hraðann upp í 15 hnúta. Yfirvélstjórinn kom
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.