Úrval - 01.06.1955, Síða 43
Fróðleg greinargerS um skoSanakönnun uin
afstöðu bankarísku þjóðarinnar til
kommúnisma og lýðréttinda.
Skoðanakömui um kommúnisma og lýðréttindi.
Úr „Scientific American",
eftir Morton Grodzins.
IBandaríkjunum er nýkomin
út bók, Communism, Con-
formity and Civil Liberties,
eftir Samuel A. Stouffer. Bók
þessi er greinarg'erð um skoð-
anakönnun, sem framkvæmd
var á víðtækum grundvelli og
fjallaði um þau málefni, sem
titillinn gefur til kynna: af-
stöðu þjóðarinnar til kommún-
isma og borgaralegra réttinda.
Höfundurinn var formaður
nefndar, sem tók að sér að sjá
um skoðanakönnunina og semja
spurningarnar. Tvær stofnanir,
Gallup-stofnunin og National
Opinion Research Center í sam-
vinnu við Chicago-háskóla,
önnuðust sjálfa könnunina. Það
sem hér fer á eftir er tekið úr
ritdómi um bókina í tímaritinu
Scientific American eftir Mor-
ton Grodzins.
1 skýrslunni eru margar at-
hyglisverðar og mikilvægar
staðreyndir, en þó engan veg-
inn óvæntar. „Tvær hliðstæðar
en algerlega sjálfstæðar skoð-
anakannanir fóru fram á veg-
um hvorrar stofnunarinnar um
sig. Er það í fyrsta skipti, sem
hægt er að bera saman niður-
stöður tveggja sjálfstæðra skoð-
anakannana um sama málefnið.
Könnunin náði alls til 4933
manna, sem valdir voru með
tilliti til þess að um sem ná-
kvæmastan þverskurð af þjóð-
inni væri að ræða. Auk þess
voru 1500 leiðtogar í sveitar-
og bæjarfélögum spurðir um
sömu atriði.
Könnunin leiðir í ljós ýmsar
athyglisverðar og mikilvægar
staðreyndir, en þó engan veg-
inn óvæntar. Það kemur í Ijós,
að bandarískir borgarar gera
sér tiltölulega litlar áhyggjur
út af kommúnistahættunni, og
þó jafnvel enn minni áhyggjur
út af þeirri hættu, sem nú ógn-
ar borgaralegum réttindum og
frelsi. Færri en einn af 100
þeirra sem spurðir voru létu í
ljós áhyggjur út af þessum
hættum. Flestir sýndu lítinn
áhuga á stjórnmálum yfirleitt.
Hugur þeirra snerist mest um
persónuleg vandamál: heilsu-
far, hjónaband, atvinnu, fjöl-
skyldu og fjölmörg önnur.
Stouffer ályktar réttilega, að