Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 87
FROSIN SPENDÝR LlFGUÐ VIÐ
85
haldið á því stigi í marga
Idukkutíma.
Þessar rannsóknir á áhrifum
lækkaðs líkamshita voru í
fyrstu aðeins gerðar af fræði-
legum áhuga, en þess er nú
vænzt, að þær eigi eftir að hafa
mikla þýðingu fyrir læknis-
fræðina. Aðrar tilraunir til að
lækka líkamshita dýra og
manna, þó ekki nærri eins mik-
ið, hafa þegar leitt til fram-
fara í læknisfræði.*
Tilraunir til að lækka lík-
amshita manna í læknisfræði-
legum tilgangi voru gerðar
fyrir síðustu heimsstyrjöld, en
báru lítinn árangur. Á stríðs-
árunum gerðu þýzkir læknar
hinar illræmdu tilraunir sínar
á föngum í Dachau-fangabúð-
unum. Naktir fangar voru látn-
ir vera í miklum kulda klukku-
tímum saman. Læknarnir upp-
götvuðu, að hægt var að lækka
líkamshita mannsins miklu
meira en áður hafði verið tal-
ið unnt, áður en fangarnir dóu,
en ekkert sem hafði læknis-
fræðilegt gildi hafðist upp úr
þessum hryllilegu tilraunum.
Það voru tveir franskir lækn-
ar, Laborit og Huguenard, sem
fyrstir tóku fyrir alvöru í notk-
un þá aðferð að lækka líkams-
hitann. Lækkunina framköll-
uðu þeir með tvennu móti —
annarsvegar með því að kæla
yfirborð líkamans með íspok-
* Sjá greinina „Skurðsjúklingar
lagðir í dvala“ í 4. hefti 13. árg.
mri eða gúmslöngum með kæli-
vökva í og hinsvegar með því
að draga úr brunanum í lík-
amanum með lyfjum. Aðferðin,
sem síðan hefur almennt ver-
ið tekin upp á sjúkrahúsum, er
sambland þessara beggja. Höf-
undur þessara greinar hefur
komið í Vaugirardspítalann í
París og fengið tækifæri til að
sjá þessa aðferð notaða við
sjúklinga, sem gengu undir
stóra uppskurði.
Sjúklingnum er fyrst gefin
lyfjablanda, sem dregur úr
bruna líkamans með því að
hafa áhrif á þá miðstöð í heil-
anum, sem temprar líkamshit-
ann og kemur einnig í veg fyr-
ir skjálfta (sem er ósjálfráð
tilraun líkamans til að auka
hitamyndun í vöðvunum). Þeg-
ar sjúklingurinn er orðinn hálf-
meðvitundarlaus, er gúmslöngu,
sem tengd er við kælikerfi, vaf-
ið um líkamann. Sjúklingurinn
finnur ekki kulda meðan kæli-
vökvinn rennur um slönguna.
Skurðaðgerðin byrjar þegar
líkamshitinn er kominn niður
í 32°.
Franskir læknar telja, að
þessi aðferð dragi mjög úr
hættunni á losti, sem gjarn-
an fylgir skurðaðgerð og kem-
ur einkum af skorti á súrefni,
er stafar af skyndilegri lækk-
un blóðþrýstings, sem verður
þegar vefir eru mikið skornir í
sundur.
f Bretlandi hefur verið fund-
in upp önnur aðferð til að