Úrval - 01.06.1955, Side 89
FROSIN SPENDÝR LlFGUÐ VIÐ
að fæðuskorti en ekki kulda.
Sannleikurinn er sá, að dvali
er ekki sérlega áhrifarík að-
ferð til að verjast kulda. Það
er eftirtektarvert, að dýr sem
lifa norðan við heimskautsbaug
leggjast ekki í dvala og myndu
sennilega deyja, ef þau reyndu
það.
Mikil áherzla er nú lögð á
að rannsaka hvernig þessi dýr
norðurhjarans lifa af kuldann,
einkum í Kanada. Það er enn
óleyst gáta, hvernig á því stend-
ur, að fætur sundfuglanna á
norðurslóðum frjósa ekki fast-
ar við ísinn. Sundfitin og fæt-
urnir hljóta að vera nærri frost-
marki, en þó kelur þau ekki.
Þessi eiginleiki getur að ein-
hverju leyti verið aðlögun að
loftslaginu, því að þegar máf-
ur, sem hafði verið geymdur
í búri innanhúss, slapp út í 38°
frost, kól hann á sundfitunum
á minna en einni mínútu og
komst drep í kalið.
Nýlegar mælingar hafa sýnt,
að dýr getur haldið líkamshita
sínum, án þess að auka brun-
ann í líkamanum, niður að vissu
hitamarki í umhverfinu. Það
bætir einangrun sína með því
að ýfa feldinn eða fjaðrirnar
eða með því að draga úr blóð-
rennsli til húðarinnar. Fyrir
stóru heimskautsdýrin — hvít-
refinn, eskimóahundinn og ís-
björninn — er þetta mark frá
-=~12 til R-30°, og nokkru
hærra fyrir minni dýr. Fyrir
nakinn mann — þar á meðal
8 T
líklega Eskimóa — er markið>
'plús 26°.
Ef hitinn kemst niður fyrir
þetta mark, verður spendýr að
auka hitamyndunina í líkam-
anum. En þótt undarlegt kunni
að virðast, fæst sú aukning ekki
með aukinni hreyfingu. Hiti^
sem framleiddur er með hreyf-
ingu, virðist ekki heppilegur til
að viðhalda líkamshitanum í
köldu veðri. Þannig hafa til-
raunir í Kanada sýnt, að þeg-
ar heimskautakanínan heldur
kyrru fyrir, getur hún skamma
stund þolað 65° frost, en sé
hún látin reyna á sig, tekur
hún að skjálfa af kulda við 25°
frost.
Það hefur vakið undrun
brezkra vísindamanna, að húsa-
músin, sem vön er húshita, get-
ur lifað í miklum kulda og jafn-
vel alið afkvæmi í kæligeymsl-
um þar sem hitinn er fyrir neð-
an frostmark.
Allar þessar rannsóknir eru
óðum að breyta skoðunum
manna á blóðhita dýranna og
opna mönnum nýjan skilning
á hvernig þau halda líkamshita
sínum stöðugum. Eins og sagt
var í upphafi þessarar greinar
er ekki líklegt, að nokkurn.
tíma verði reynt að frysta lif-
andi mann, en þó svo yrði,
myndu lífeðlisfræðingar tæpast
verða meira undrandi heldur en
þeir hafa orðið af þeim niður-
stöðum, sem raktar hafa verið.
hér að framan.