Úrval - 01.06.1955, Side 116
ðgn um andrúmsloftið og veðurfarið.
Nú I meira en ár hefur veSurfar
í Evrópu verið með óeðlilegum
hætti, af því að geyeimikið há-
þrýstisvæði yfir Grænlandi og
Norðurishafinu sendir án afláts
kalt loft suður á bóginn. Er ekki
hægt að leysa þetta háþrýstisvæði
upp? Af hverju eru ekki nokkrar
atómsprengjur látnar springa jrf-
ir Grænlandsjökli eða ísbreiðum
Norðurishafsins, I stað þess að
vera að dunda við þær 1 Nevada-
eyðimörkinni? £>á yrði kannski
einhver not af hinni geysilegu
hitaútgeislun frá sprengjunum.
Þetta er í sjálfu sér skynsamleg
hugmynd, en opinberar jafnframt
skiljanlegt vanmat á þeim öflum,
sem eru að verki i gufuhvolfinu.
Orka einnar atómsprengju er
sem sé hlægilega litill i saman-
burði við þau öfL
Reiknað hefur verið, að þyngd
lofthjúpsins um jörðina sé 5000
billjónir lesta. Þessi háa tala segir
okkur ekld mikið, en ef við hugs-
um okkur 180 m þykka granít-
blökk af sömu þyngd, þá mundi
hún þekja alla Evrópu.
Gagnvart sliku loftbákni, eða
þeim hluta þess, sem myndar stórt
háþrýstisvæöi, eru atómsprengj-
ur litils megnugar. Það er hita-
orkan, sem jörðin fær með geisl-
um sólarinnar, sem valda loft-
straumunum I gufuhvolfinu.
Reiknað hefur verið, að sú hita-
orka, sem efri lög gufuhvolfsins
fá á þennan hátt sé um 2,5
trilljónir hitaeininga á minútu.
Það varmamagn mundi sennilega
nægja til að bræða allan is af
dönsku sundunum að vetrarlagi
og hleypa upp suðunni i sjónum
þar á tiu sekúndum.
Hin geysilega hitaorka, sem
gufuhvolfið tekur þannig til sin,
afkastar ekki neinum smá-
munum i vinnu. 40% orkunnar
viðhalda hringrás vatnsins. Og
vatnsmagnið, sem þar kemur við
sögu, er heldur ekkert smáræði.
Úrkoman á allri jörðinni er tal-
in nema um 511.000 teningskíló-
metrum á ári. Erfitt er að gera
sér hugmynd um þetta vatnsmagn
— en ef við hugsum okkur að öll
Miðevrópa væri umgirt fjöllum
að austan, norðan og vestan, jafn-
háum og Alpafjöllunum í suöri,
þá mimdi þetta vatnsmagn mynda
stöðuvatn, sem þekkti alla Mið-
evrópu og næði 1000 metra upp I
hlíðar Alpafjallanna. Til þess eins
að koma í kring uppgufun þessa
vatns mundi þurfa hitaorku frá
200 milljörðum atómsprengna.
Við þurfum því ekki fyrst um
sinn að láta okkur dreyma um, að
mennimir geti einhver áhrif haft
á háþrýstisvæðin yfir norður-
heimsskautinu eða lægðimar yfir
Azóreyjum.
— Magasinet.
STEINDÓRSPRENT M.F.