Úrval - 01.06.1955, Side 44

Úrval - 01.06.1955, Side 44
42 ÚRVAL, niðurstöður skoðanakönnunar- innar „ættu að vera fengur fyr- ir sagnfræðinga framtíðarinn- ar, sem ella gætu freistast til þess að gefa ýkta mynd af hug- arástandi amerísku þjóðarinn- ar á árinu 1954, ef aðalheim- ildir þeirra væru fréttablöð samtíðarinnar með æsifregnum og æsiskrifum sínum . . . Sú hugmynd, að hinn óbreytti ame- ríski borgari lifi í stöðugum ótta við, að rauðliði leynist und- ir rúminu hans, er augljós firra.“ Eigi að síður er greinilegt, að Ameríkumenn eru fjarri því að vera umburðarlyndir. Að- eins 58% þeirra, sem spurðir voru, vildu leyfa sósíalista að tala á mannfundum. Aðeins 33 % vildu leyfa honum að kenna við háskóla eða mennta- skóla. Aðeins 27% vildu leyfa yfirlýstum kommúnista að tala á mannfundum. Aðeins 6% kváðust mundu berjast gegn því, að háskólakennara, sem væri yfirlýstur kommúnisti, yrði vikið úr starfi. Og 51% sögðu ,,já“ við spurningunni: „Ætti að setja yfirlýstan kommúnista í fangelsi?“ Séu þessi mörgu dæmi um skort á umburðarlyndi skoðuð nánar, kemur í ljós, að æskan er heldur umburðarlyndari en roskið fólk; að menntað fólk er umburðarlyndara en ómenntað; að umburðarlyndi er minnst í Suðurríkjunum en mest í Vest- urríkjunum; að umburðarlyndi er meira í borgum en sveitum; að menn eru umburðarlyndari en konur; að „þeir sem að stað- aldri sækja kirkju sýna að öðru jöfnu minna umburðarlyndi en annað fólk gagnvart mönnum með þesskonar hugarfar . . . sem spurningar okkar fjölluðu um. “ Með frekari sundurgrein- ingu sýnir Stouffer fram á, að hver þessara þátta hefur sín sjálfstæðu áhrif. Þannig eru Suðurríkjamenn ekki umburð- arlausari einungis af því að fleiri þeirra lifa í sveitum eða af því að þeir eru sem heild á lægra menntunarstigi. Séu born- ir saman sveitamenn í Suður- ríkjunum og annarsstaðar og menn með sambærilega mennt- un, kemur í ljós, að umburðar- lyndi er eftir sem áður minna í Suðurríkjunum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi úr þeim aragrúa stað- reynda, sem finna má í bók Stouffers. Þær eru skilmerki- lega flokkaðar og gefa bókinni öðru fremur gildi. En ályktan- ir höfundarins af þessum stað- reyndum eru ekki nærri alltaf sannfærandi. Svo er t. d. um þá ályktun hans, að bandarísku þjóðinni muni í framtíðinní miða í átt til meira umburðar- lyndis gagnvart þeim, sem ganga í berhögg við viðtekn- ar skoðanir. Hann byggir þessa ályktun sína á því, að sú kyn- slóð, sem nú er að komast til manndóms sé betur menntuð en eldri kynslóðir, og að „það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.