Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 44
42
ÚRVAL,
niðurstöður skoðanakönnunar-
innar „ættu að vera fengur fyr-
ir sagnfræðinga framtíðarinn-
ar, sem ella gætu freistast til
þess að gefa ýkta mynd af hug-
arástandi amerísku þjóðarinn-
ar á árinu 1954, ef aðalheim-
ildir þeirra væru fréttablöð
samtíðarinnar með æsifregnum
og æsiskrifum sínum . . . Sú
hugmynd, að hinn óbreytti ame-
ríski borgari lifi í stöðugum
ótta við, að rauðliði leynist und-
ir rúminu hans, er augljós
firra.“
Eigi að síður er greinilegt,
að Ameríkumenn eru fjarri því
að vera umburðarlyndir. Að-
eins 58% þeirra, sem spurðir
voru, vildu leyfa sósíalista að
tala á mannfundum. Aðeins
33 % vildu leyfa honum að
kenna við háskóla eða mennta-
skóla. Aðeins 27% vildu leyfa
yfirlýstum kommúnista að tala
á mannfundum. Aðeins 6%
kváðust mundu berjast gegn
því, að háskólakennara, sem
væri yfirlýstur kommúnisti,
yrði vikið úr starfi. Og 51%
sögðu ,,já“ við spurningunni:
„Ætti að setja yfirlýstan
kommúnista í fangelsi?“
Séu þessi mörgu dæmi um
skort á umburðarlyndi skoðuð
nánar, kemur í ljós, að æskan
er heldur umburðarlyndari en
roskið fólk; að menntað fólk er
umburðarlyndara en ómenntað;
að umburðarlyndi er minnst í
Suðurríkjunum en mest í Vest-
urríkjunum; að umburðarlyndi
er meira í borgum en sveitum;
að menn eru umburðarlyndari
en konur; að „þeir sem að stað-
aldri sækja kirkju sýna að öðru
jöfnu minna umburðarlyndi en
annað fólk gagnvart mönnum
með þesskonar hugarfar . . .
sem spurningar okkar fjölluðu
um. “ Með frekari sundurgrein-
ingu sýnir Stouffer fram á, að
hver þessara þátta hefur sín
sjálfstæðu áhrif. Þannig eru
Suðurríkjamenn ekki umburð-
arlausari einungis af því að
fleiri þeirra lifa í sveitum eða
af því að þeir eru sem heild á
lægra menntunarstigi. Séu born-
ir saman sveitamenn í Suður-
ríkjunum og annarsstaðar og
menn með sambærilega mennt-
un, kemur í ljós, að umburðar-
lyndi er eftir sem áður minna
í Suðurríkjunum.
Þetta eru aðeins nokkur
dæmi úr þeim aragrúa stað-
reynda, sem finna má í bók
Stouffers. Þær eru skilmerki-
lega flokkaðar og gefa bókinni
öðru fremur gildi. En ályktan-
ir höfundarins af þessum stað-
reyndum eru ekki nærri alltaf
sannfærandi. Svo er t. d. um
þá ályktun hans, að bandarísku
þjóðinni muni í framtíðinní
miða í átt til meira umburðar-
lyndis gagnvart þeim, sem
ganga í berhögg við viðtekn-
ar skoðanir. Hann byggir þessa
ályktun sína á því, að sú kyn-
slóð, sem nú er að komast til
manndóms sé betur menntuð en
eldri kynslóðir, og að „það