Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 33
DRAUMALAND SMYGLARANNA
31
Það er því um að gera að
stela undan því sem hægt er
þegar ríkið er annars vegar. Ég
skal nefna dæmi. Ég sá einu
sinni á götu í Madrid mann, sem
var að selja bækling. Bæklingur-
inn hét: „Hundrað aðferðir til
að fara á bak við gas-, raf-
magns- og vatnsveiturnar.“ I
bæklingnum var lýst öllum
hugsanlegum aðferðum til að
láta mælana sýna sem lægstar
tölur. Lögregluþjónn stóð á-
lengdar og hlustaði á manninn
kalla nafn bæklingsins. Um síð-
ir gekk hann til mannsins og
taldi ég víst, að hann ætlaði að
taka hann fastan. Ö nei, hann
keypti bara af honum eitt ein-
tak!
Það er þessi hugsunarháttur,
sem ræður því, að á Spáni geta
menn verið í senn smyglarar
og mikilsmetnir borgarar. Það
er ekkert leyndarmál, að frá
því um miðja síðustu öld hafa
f jöldamargir skipað stöður ráð-
herra, þingmanna, öldungadeild-
armanna og háttsettra embætt-
.ismanna, þótt það væri á allra
vitorði, að þeir væru smyglarar.
Þrjú ákjósanlegustu smygl-
svæðin í landinu eru spænsk-
frönsku landamærin, svæðið
kringum Gíbraltar og ströndin.
Um marga hina spænsku smygl-
ara hafa spunnist þjóðsögur,
sumar í hetjustíl. Af smyglvör-
um eru fremstar í flokki vopn
og tóbak.
Hið geysimikla vopnasmygl
byggist á því, að frá því um
1800 hafa jafnan verið róstu-
tímar á Spáni. Á þeim tíma hafa
verið háðar þrjár meiriháttar
borgarastyrjaldir í landinu, og
byltingar hafa verið svo marg-
ar, að á þeim veit enginn tölu.
Til þess að gera byltingu verða
menn að hafa vopn, og vopn
fást ekki öðruvísi en með
smygli. Og þetta vopnasmygl
hefur ekki verið neitt smávegis
föndur. Árið 1837 börðust t.d.
800 smyglarar í héraðinu Ame-
ria á Suður-Spáni við öflugan
her ríkisins og notuðu þeir í
orustunni f jórar stórar fallbyss-
ur, sem voru í smyglvarningn-
um.
En það eru ekki vopnin, sem
hafa gert suma smyglarana að
milljónörum. Það er tóbakið.
Það hafa verið til — að ekki
sé sagt eru til — öflug, leyni-
leg hlutafélög með geysilegt
fjármagn að baki sér, sem ein-
göngu leggja stund á þennan
arðbæra rekstur. A eynni Mall-
orca fæddist eitt sinn drengur,
sem seinna varð mesti tóbaks-
smyglari allra tíma. Hann byrj-
aði í smáum stíl, en áður en
lauk var hann búinn að ná á
sitt vald öllu strandgæzlu-liðinu
á austurströnd Spánar. Þetta
var á þriðja tug þessarar ald-
ar. Ef einhver var rekinn úr
strandgæzluliðinu fyrir smygl,
þá tók hinn mikli jöfur á Mall-
orca hann upp á arma sína og
greiddi honum full laun það sem
eftir var ævinnar.
Hann hafði samvinnu við