Úrval - 01.06.1955, Side 97

Úrval - 01.06.1955, Side 97
LÆKNIR 1 HVALVEIÐILEIÐANGRI 95. suður í höfin, setti mikla dap- urð og þunglyndi að skipsmönn- um, sem fram til þessa höfðu verið glaðir og reifir. Gömlu hvalveiðimennirnir sögðu að þetta væri algengt fyrirbrigði, sem myndi lagast þegar við kæmum til Suður Georgiueyjar, bækistöðvar okkar syðra, og hverfa með öllu þegar fyrsti hvalurinn hefði verið veiddur. Mansell hafði skýringu á þunglyndinu á reiðum höndum. „Það er kvenfólkið!“ sagði hann. „Ef við hefðum eina laglega hjúkrunarkonu eða frammistöðustúlku um borð, þá myndum við auðvitað bít- ast eins og hundar um hylli hennar, en við myndum allir vera í góðu skapi!“ * Suður-Georgia er smáeyja og eina byggða bólið í Suðurís- hafinu. Ibúarnir eru um 700 hvalveiðimenn og einn eða tveir fulltrúar hvalveiðifélaganna. Við sigldum inn á Leithhöfn, sem er í skjólgóðum vogi milli hárra fjalla. Ef svo væri ekki, gæti enginn maður haldist þarna við, því að ofviðri eru algeng á þessum slóðum. Bær- inn er fullur af allskonar hval- vinnsluvélum og óþefurinn er megn. Hvalveiðibátar leggja mörg þúsund hvali á land í Leithhöfn á ári hverju. IJrgang- urinn frá hvalvinnslustöðinni —- Norðmenn kalla hann graks — liggur í daunillum og viðbjóðs- legum haugum hvar sem litið er. Leithhöfn er áreiðanlega. sóðalegasta og andstyggilegasta. mannabyggð í víðri veröld. Við kvöddum þetta síðasta, útvirki menningarinnar og héld- um suður á bóginn. Það voru 17 skip i flotanum — hvalveiði- bátar, léttisnekkjur og duflbát- ar. Við vorum nú komnir inn á svæði, þar sem ísöldin ríkir enn, yfir úfnum sjó, ís og gróður- lausum klettum. Einn af hvaiveiðibátunum hafði lagt úr höfn nokkrum dögum á undan okkur, til þess. að skyggnast um eftir hvölum. Skipstjórinn á honum hét Þór, fyrrverandi leigubílstjóri í New York, sem hafði getið sér frægð- arorð sem hvalaskytta. Hann var nú kominn að brún rekíss- ins og sigidi meðfram henni í austur átt. Ef hann yrði var við hvali, áttu hvalveiðibátarnir þrettán að dreifa sér yfir stórt svæði í breiðum boga. Duflbát- arnir tveir áttu að merkja hval- ina sem bátarnir veiddu og safna þeim saman, en auk þess: áttu duflbátarnir að veiða líka, ef tækifæri byðist. Léttisnekkj- urnar tvær áttu að draga hval- ina til verksmiðjuskipsins. Skip- in höfðu samband hvert við ann- að með talstöðvum. Nútíma hvalveiðileiðangur er jafn ræki- lega skipulagður og herskipa- floti í sjóorustu. „Við skulum tala við Þór á. hvalveiðibát númer eitt,“ sagði Mark skipstjóri. Hann talaði £ tæki sitt og skipti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.