Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 97
LÆKNIR 1 HVALVEIÐILEIÐANGRI
95.
suður í höfin, setti mikla dap-
urð og þunglyndi að skipsmönn-
um, sem fram til þessa höfðu
verið glaðir og reifir. Gömlu
hvalveiðimennirnir sögðu að
þetta væri algengt fyrirbrigði,
sem myndi lagast þegar við
kæmum til Suður Georgiueyjar,
bækistöðvar okkar syðra, og
hverfa með öllu þegar fyrsti
hvalurinn hefði verið veiddur.
Mansell hafði skýringu á
þunglyndinu á reiðum höndum.
„Það er kvenfólkið!“ sagði
hann. „Ef við hefðum eina
laglega hjúkrunarkonu eða
frammistöðustúlku um borð,
þá myndum við auðvitað bít-
ast eins og hundar um hylli
hennar, en við myndum allir
vera í góðu skapi!“
*
Suður-Georgia er smáeyja og
eina byggða bólið í Suðurís-
hafinu. Ibúarnir eru um 700
hvalveiðimenn og einn eða tveir
fulltrúar hvalveiðifélaganna.
Við sigldum inn á Leithhöfn,
sem er í skjólgóðum vogi milli
hárra fjalla. Ef svo væri ekki,
gæti enginn maður haldist
þarna við, því að ofviðri eru
algeng á þessum slóðum. Bær-
inn er fullur af allskonar hval-
vinnsluvélum og óþefurinn er
megn. Hvalveiðibátar leggja
mörg þúsund hvali á land í
Leithhöfn á ári hverju. IJrgang-
urinn frá hvalvinnslustöðinni —-
Norðmenn kalla hann graks —
liggur í daunillum og viðbjóðs-
legum haugum hvar sem litið
er. Leithhöfn er áreiðanlega.
sóðalegasta og andstyggilegasta.
mannabyggð í víðri veröld.
Við kvöddum þetta síðasta,
útvirki menningarinnar og héld-
um suður á bóginn. Það voru 17
skip i flotanum — hvalveiði-
bátar, léttisnekkjur og duflbát-
ar. Við vorum nú komnir inn á
svæði, þar sem ísöldin ríkir enn,
yfir úfnum sjó, ís og gróður-
lausum klettum.
Einn af hvaiveiðibátunum
hafði lagt úr höfn nokkrum
dögum á undan okkur, til þess.
að skyggnast um eftir hvölum.
Skipstjórinn á honum hét Þór,
fyrrverandi leigubílstjóri í New
York, sem hafði getið sér frægð-
arorð sem hvalaskytta. Hann
var nú kominn að brún rekíss-
ins og sigidi meðfram henni í
austur átt. Ef hann yrði var
við hvali, áttu hvalveiðibátarnir
þrettán að dreifa sér yfir stórt
svæði í breiðum boga. Duflbát-
arnir tveir áttu að merkja hval-
ina sem bátarnir veiddu og
safna þeim saman, en auk þess:
áttu duflbátarnir að veiða líka,
ef tækifæri byðist. Léttisnekkj-
urnar tvær áttu að draga hval-
ina til verksmiðjuskipsins. Skip-
in höfðu samband hvert við ann-
að með talstöðvum. Nútíma
hvalveiðileiðangur er jafn ræki-
lega skipulagður og herskipa-
floti í sjóorustu.
„Við skulum tala við Þór á.
hvalveiðibát númer eitt,“ sagði
Mark skipstjóri. Hann talaði £
tæki sitt og skipti.