Úrval - 01.06.1955, Blaðsíða 55
FRAKKNESKI HEIMSPEKINGURINN MICHEL DE MONTAIGNE 53
ari er ég gangvart sjálfum mér
og hræddari um, að þessi ósk
leiði mig afvega. — Þessi orð
ættu allir nútímamenn að festa
sér í minni.
Montaigne hefur fagurlega
lýst ættjarðarást sinni, en hann
er laus við allan þjóðernishroka.
Hann er framar öllu maður, al-
heimsborgari: Eg tel alla menn
samlanda mína. Ég faðma Pól-
verja eins innilega að mér og
Frakka.
Montaigne telur sjálfan sig
ekki hafa batnað með aldrin-
um. Ungir menn eru of létt-
lyndir, gamlir menn of strang-
ir og siðavandir. Öfgarnar
skiptast á. Gömlum manni er
engin dyggð að hafa stjórn á
girndum sínum, blátt áfram af
því, að girndir hans eru mjög
teknar að dofna eða þá með
öllu slokknaðar. Við breytum
löstum okkar frekar en uppræt-
um þá, svo að breyting sú, er
verður á okkur með aldrinum,
er oft til hins verra.
Loks er hér örstutt athuga-
semd Montaigne um drauma:
Um draumana er það sannast
að segja, að í þeim birtast ósk-
ir vorar og hneigðir, en mik-
ill vandi er að greina þá og ráða
þá rétt.
*
Þetta mikla og merkilega rit
Montaigne var lengur að vinna
sér álit í Frakklandi en erlend-
is. Ensk þýðing þess kom út
1603, og hafði þegar geysimikil
áhrif. Á British Museum er til
eintak af þessari ensku þýðingu
Ritgerðanna, sem ítalskur mað-
ur, Florio, gerði: Hefur Shake-
speare ritað með eigin hendi
nafn sitt á eintakið og þykir
það fyrir þá sök hinn mesti
kjörgripur og hin ytri sönnun
þess, að bókin hefur verið í eigu
Shakespeares. Hitt skiptir þó
meginmáli, að greinilega má sjá
áhrif Montaigne í sumum verk-
um Shakespeares. I einu hinna
seinni leikrita sinna, Stormin-
um, (I II. þætti, I. atriði) legg-
ur Shakespeare Gonzalo í munn
ræðustúf, sem tekinn er nærri
orðréttur úr ritgerð Montaigne
um Indíánanna. Ýmsir Shake-
spearesfræðingar þykjast geta
fært að því gild rök, að heim-
speki Montaignes hafi haft
mikil áhrif á lífsskoðun Shake-
speares eins og hún kemur fram
í list hans.
Þá er víst, að Montaigne hef-
ur haft rík áhrif á Bacon.
Bacon skrifar í ritgerðaformi
eins og Montaigne, oft um mjög
svipuð eða sömu efni. Stílsmáta
þeirra svipar oft saman, t. d.
í því að taka líkingu af algeng-
ustu hlutum. Stundum þýðir
eða endursegir Bacon Mon-
taigne nærri orðrétt.
Með þessu riti Montaigne,
sem var brátt lesið af ákefð af
fræðimönnum allra þjóða og
þýtt á allar höfuðtungur Ev-
rópu, hefjast frakkneskar nú-
tíma bókmenntir til vegs í öll-
um hinum menntaða heimi.
Áhrif Montaigne voru lengi