Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 48
Frakkneski heimspekingurinn Michei de Montaigne.
Eftir Símon Jóh. Ágústsson.
FRÆGT spakmæli eftir Tómas
frá Akvinó hljóðar svo:
Timeo hominem unius libri, ég
óttast mann einnar bókar, og er
þar átt við að maður, sem hef-
ur til fullnustu tileinkað sér
eina bók, sé ekkert lamb að
leika sér við. Maður sá, sem
sagt verður örlítið frá í þessu
greinarkorni, var raunar mikill
bókaormur, en hann var samt
einnar bókar maður í þeim
skilningi, að hann ritaði ein-
ungis eina bók á ævinni, hana
að vísu stóra. Hann hét fullu
nafni Michel Eyquem, Seigneur
de Afontaigne. Hann fæddist í
Montaigne-höllinni í Perigord-
héraði í Suður-Frakklandi hinn
28. febrúar árið 1533. Faðir
hans var fiskikaupmaður, brezk-
ur að langfeðrakyni að því að
talið er. Græddist honum morð
fjár og keypti hann fyrr nefnda
aðalsmannahöll og lönd þau, er
til hennar lágu, var síðan aðlað-
ur og varð þar með Seigneur
de Montaigne. Þessi fiskikaup-
maður, sem hóf sjálfan sig og
ætt sína þannig til virðingar,
var mjög mikilhæfur og merk-
ur maður og sparaði hann ekk-
ert til þess að sonur hans hlyti
sem bezta menntun. Þá ríkti
fornmenntastefnan í almætti
sínu, og var hver sá maður tal-
inn ómenntaður, sem kunni ekki
allvel latínu og helzt nokkuð í
grísku. Hinn athuguli fiskikaup-
maður, sem kunni sjálfur ekki
eitt orð í latínu, hafði tekið eftir
því að ungmenni þurftu að verja
geysitíma til latínunáms, og það
sem verra var: mörg þeirra
urðu ávallt lélegir latínumenn,
þrátt fyrir góða ástundun. Hann
hafði einnig veitt því athygli,
að á 4—5 fyrstu æviárunum
læra öll heilvita börn móðurmál
sitt fyrirhafnarlítið. Hann ráð-
færði sig við vitra vini sína,
og þegar sonur hans var ný-
fæddur, ákvað hann að kenna
honum latínu með spánnýrri að-
ferð, og er mér ekki kunnugt
um, að latína sem dautt mál
hafi verið kennd nokkru barni
á þennan hátt, hvorki fyrr né
síðar. Hann réð til sín spreng-
lærðan þýðverskan latínugrána
til þess að annast uppeldi son-
ar síns svo að segja frá fæðingu.
Honum fylgdu tveir aðrir góð-
ir þýzkir latínumenn, þótt þeir
væru ekki meistaranum jafn-
snjallir. Þeir skyldu einungis
tala latínu við sveininn hann
mátti ekki heyra eitt franskt